Fréttasafn



9. jan. 2014

Samstaða mikilvæg

Aðilar vinnumarkaðarins hafa brugðist illa við hækkunum sem birgjar hafa boðað á vörum sínum. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI segir samstöðu mikilvæga og ekki einungis hægt að leggja það á launafólk að halda verðbólgunni niðri.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Svana Helen segir fyrirtæki, sveitarfélög og ríki verða að sýna samstöðu og halda aftur af hækkunum eigi takmark kjarasamninganna sem gerðir voru í desember að nást, að halda verðbólgu í kefjum og auka kaupmátt.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA tekur í sama streng og telur verðhækkanir geta stefnt samþykkt kjarasamninga í hættu.

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins hér.