Fréttasafn



Fréttasafn: 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

12. nóv. 2013 : Illframkvæmanlegt og óskynsamlegt réttlæti

Fyrir síðustu kosningar voru verðtryggð lán heimila sem höfðu stökkbreyst eitt helsta kosningamálið. Stjórnmálin hafa síðan að verulegu marki einkennst af umræðu um hvernig eigi að efna þetta loforð og fæstir eru nokkru nær. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI skrifaði grein á mbl.is í liðinni viku.

11. nóv. 2013 : Kvennaskólinn sigraði í BOXINU

Fjöldi framhaldsskólanema lagði leið sína í Háskólann í Reykjavík í gær, laugardag, til að etja kappi í hugvitssemi og verkviti. Þetta var í þriðja skiptið sem Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna var haldin en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

8. nóv. 2013 : Helga Ósk Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2013

Helga Ósk Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2013 á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

7. nóv. 2013 : Hefur þú tillögur um einföldun á regluverki?

Samtök iðnaðarins leggja fram tillögur að einföldun regluverks að ósk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. desember. Félagsmönnum SI gefst kostur að koma á framfæri hvaða möguleika þeir sjá á einföldun og aukinni skilvirkni á verklagi og regluverki fyrir iðnfyrirtæki með því að senda okkur línu á netfangið tillaga@si.is

5. nóv. 2013 : Aðalfundur SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja verður haldinn föstudaginn 29. nóvember nk. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 12:00 og fer fram samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.

5. nóv. 2013 : Vöxtur hjá TM Software

Mikill vöxtur er hjá hugbúnaðarfélaginu TM Software en það bætti við sig 11 nýjum starfsmönnum á dögunum. Í heild hefur félagið bætt við sig 20 nýjum starfsmönnum á árinu. Um er að ræða starfsfólk sem kemur að flestum þáttum hugbúnaðarframleiðslu og markaðsetningu hugbúnaðarlausna. Nú starfa 100 manns hjá félaginu.

5. nóv. 2013 : Árni Oddur Þórðarsson er nýr forstjóri Marel

Stjórn Marel hefur ráðið Árna Odd Þórðarson sem forstjóra Marel. Samhliða urðu þær breytingar á stjórn Marel að Ásthildur Margrét Otharsdóttir verður stjórnarformaður og Arnar Þór Másson verður varaformaður stjórnar.

1. nóv. 2013 : BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin í þriðja sinn

Laugardaginn, 9. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

1. nóv. 2013 Lögfræðileg málefni : Íbúðalánasjóður aftur dæmdur til að greiða félagsmanni SI bætur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Íbúðalánasjóður ætti að greiða byggingafyrirtækinu TAP ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við fyrri niðurstöðu réttarins í máli Norðurvíkur ehf., en SI styrktu Norðurvík við rekstur dómsmálsins.

1. nóv. 2013 : Frumgreinadeild HR - opið fyrir umsóknir til 5. des.

Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á nám fyrir fólk sem vantar tilskilinn undirbúning fyrir háskólanám. Frumgreinanámið er góður kostur fyrir þá sem hafa iðnmenntun og reynslu úr atvinnulífinu. Jafnframt stunda frumgreinanámið nemendur sem eru með stúdentspróf en vilja styrkja sig í stærðfræði og raungreinum fyrir háskólanám í t.d. tölvu- og tæknigreinum.

28. okt. 2013 : Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ

Fyrirtækið Kerecis hlaut Hvatningarverðlaun LÍÚ 2013. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi sambandsins í síðustu viku. Kerecis er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.

28. okt. 2013 : Þáttaskil í líftækni

Fyrirtæki í líftækniiðnaði hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hafið markaðssetningu á fjölbreyttum vörum erlendis. Þáttaskil eru að verða í líftækni iðnaði nú þegar nokkur fjöldi fyrirtækja hefur þróað tilbúnar vörulínur sem seldar eru víða um heim. Þetta kom fram á Málstofu líftæknifyrirtækja sem Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja héldu en þar kynntu 15 fyrirtæki starfsemi sína.

28. okt. 2013 : Margs konar miðlun

Föstudaginn 25. október sl. stóðu SI ásamt IÐUNNI fræðslusetri að ráðstefnunni Margs konar miðlun á Grand hótel Reykjavík. Þrír sérfræðingar voru með erindi um fjölbreyttar leiðir til miðlunar.

24. okt. 2013 : Málstofa líftæknifyrirtækja

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja –SÍL og Samtök iðnaðarins - SI efna til málstofu um líftækni á morgun 25. október á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.15 – 12.00. Á annan tug líftæknifyrirækja segja frá rannsóknum sínum og starfsemi á málstofunni. Hér er því kjörið tækifæri til að kynna sér fjölbreytileika líftæknifyrirtækja og tækifærin í greininni.

 

18. okt. 2013 : Orri Hauksson ráðinn forstjóri Skipta

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur ráðið sig sem forstjóra fjarskiptafélagsins Skipta. Orri hefur á undanförnum rúmum þremur árum gegnt starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, en mun láta af störfum á næstu vikum af fyrrgreindri ástæðu.

17. okt. 2013 : Laufey Steingrímsdóttir hlýtur Fjöregg MNÍ 2013

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði, hlaut í gær Fjöregg MNÍ. Laufey var tilnefnd til verðlaunanna fyrir mikilvægt starf í þágu rannsókna, kennslu og uppfræðslu á sviði næringarfræði. Hún er í hugum margra Íslendinga „næringarfræðingur Íslands“ enda verið í virk á vettvangi næringarfræðinnar í áratugi.

17. okt. 2013 : Gullsmiðadagurinn 19. október

Laugardaginn 19. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Þetta er í þriðja sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn. Það er gert í tengslum við afmæli félagsins sem stofnað var 19. október 1924, félagið fagnar því 89 ára afmæli þennan dag.

9. okt. 2013 : Brynhildur Ingvarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Marinox

Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar. Marinox er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni.

9. okt. 2013 : Málþing um Árna Vilhjálmsson prófessor

Málþing í minningu Árna Vilhjálmssonar prófessors, sem lést 5. mars 2013, verður haldið í hátíðasal Háskóla Íslands 14. október 2013, kl. 17–19. Árni var virtur og vinsæll fræðimaður og kennari, en einnig dugmikill framkvæmdamaður, sem sat í stjórn fjölmargra atvinnufyrirtækja.

9. okt. 2013 : Of fáar íbúðir í byggingu

Samtök iðnaðarins luku nýlega við talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er að fokheldar og lengra komnar íbúðir eru einungis 927 en áætlað er að hefja þurfi byggingu á 1500 – 1800 íbúðum árlega til að mæta þörfum markaðarins.
Síða 2 af 8