Fréttasafn



  • Kjartan Örn Kjartansson

17. okt. 2013

Gullsmiðadagurinn 19. október

Laugardaginn 19. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. 

Þetta er í þriðja sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn. Það er gert í tengslum við afmæli félagsins sem stofnað var 19. október 1924, félagið fagnar því 89 ára afmæli þennan dag.

Markmið Gullsmiðadagsins er vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða.

Þetta árið ætla gullsmiðir að leggja áherslu á þrif og almennt viðhald á skartgripum og bjóða gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fagmanninn.

Í skartgripum liggja oft mikil verðmæti, tilfinningaleg jafnt sem efnisleg og það virðist stundum gleymast að þeir þarfnast þrifa og viðhalds. 

Gullsmíði er krefjandi og viðamikið nám þar sem tekið er á mörgum þáttum tengdum faginu.  Að versla við faglærðan gullsmið er bæði gæðastimpill með vörunni og felur oftast í sér ábyrgð á henni sem ekki er hægt að ganga að vísri annarstaðar.

Á laugardaginn verða gullsmiðir til taks í verslunum sínum og svara spurningum sem sem brenna á vörum gesta.

Gullsmiðir sem taka á móti gestum:

Hafnarfjörður

  • Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c
  • Nonni gull, Strandgötu 37
  • Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina

Kópavogur

  • Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind
  • Meba Rhodium, Smáralind

Reykjanesbær

  • Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21
  • Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49
  • Gull og hönnun, Njarðvíkurbraut 9

Reykjavík

  • Anna María Design, Skólavörðustíg 3
  • Aurum, Bankastræti 4
  • Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3
  • Gullkistan, Frakkastíg 10
  • Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13
  • GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12
  • Jens gullsmiður, Kringlunni og Síðumúla 35
  • Meba Rhodium, Kringlunni
  • Metal Design, Skólavörðustíg 2
  • Orr gullsmiðir, Bankastræti 11
  • Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5