Fréttasafn



28. okt. 2013

Margs konar miðlun

Föstudaginn 25. október sl. stóðu SI ásamt IÐUNNI fræðslusetri að ráðstefnunni Margs konar miðlun á Grand hótel Reykjavík. Þrír sérfræðingar voru með erindi um fjölbreyttar leiðir til miðlunar.

Kazuyoshi Suga hjá Communication Factory Pte Ltd. fjallaði um hvernig nota mætti samfélagsmiðla til að að ná til viðskiptavina og miðla skilaboðum með góðum árangri. 

Ingi Rafn Ólafsson – sviðsstjóri prenttæknisviðs IÐUNNAR fræðsluseturs fjallaði um prentmiðlun og hvaða aðferðir væru vænlegar til árangurs á því sviði. Þá leitaðist hann við að svara þeirri spurningu hvar prentmiðlar ættu erindi.

M.J. Anderson hjá Trekk fjallaði um hugtakið margmiðlun og gerði grein fyrir því hvernig miðla eigi efni með margs konar móti þannig að eftir því sé tekið.

Í lok ráðstefnunnar voru umræður um fyrirlestrana og sérfræðingarnir svöruðu spurningum úr sal.