Fréttasafn



  • Eurostars

24. ágú. 2010

Eurostars - tveir skilafrestir 30. september 2010 og 24. mars 2011

Eurostars er áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Verkefni sem hljóta gott mat samkvæmt reglum Eurostars eru fjármögnuð úr Tækniþróunarsjóði en metin miðlægt af erlendum sérfræðingum.  Verkefnin eru nálægt markaði og er afrakstur þeirra vara eða þjónusta sem verður komin á markað amk. 2 árum eftir verkefnislok. Næsti skilafrestur er  30. september 2010 kl. 20:00 að staðartíma í Brussel.  

Fjöldi landa eru ca 2 – 3 að meðaltali. Ein sameiginleg umsókn er send inn rafrænt á heimasíðu áætlunarinnar. Ekki þarf að sækja aftur um í hverju landi.  Fyrstu Eurostars verkefnin með íslenskri þátttöku eru Vaki fiskeldiskerfi hf. og Orf ehf.

Íslensk sprotafyrirtæki eiga vannýtta möguleika hér. Norræn fyrirtæki eru í vaxandi mæli að taka þátt í Eurostars verkefnum og ráðuneyti landanna að setja æ meira fjármagn í slík verkefni. Sækið endilega eyðublaðið til að kynna ykkur uppbyggingu og forsendur stuðnings. Hægt er að skrá sig sem væntanlegan verkefnisstjóra (leader) þátttakanda (partner) eða til upplýsinga. Almennar upplýsingar og kynningarglærur eru á NMI síðunni.

Leit að samstarfsaðilum. Enterprice Europe Network http://www.een.is/ geta aðstoðað við leit að samstarfsaðilum. Kristín Halldórsdóttir á Evrópumiðstöð Nýsköpunarmiðstöðvar.

Nánari upplýsingar: www.nmi.is/nyskopunarmidstod/eurostars .

Heimasíða áætlunarinnar: http://www.eurostars-eureka.eu/

Nánari upplýsingar um EUROSTARS veitir:                                          

Snæbjörn Kristjánsson, verkfr. landsfulltrúi Eurostars og Evreka
Rekstrarstjóri rannsókna og þróunar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Sími: 522 9000 Beint: 522 9372                                            
Netfang: skr@nmi.is 

http://www.nmi.is/nyskopunarmidstod/eurostars/