Fundur SA og umhverfisráðuneytis
Þriðjudaginn 20. október efna SA og umhverfisráðuneytið til opins umræðu- og kynningarfundar um skýrslu sérfræðinganefndar um möguleika til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Þar mun Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins fjalla um aðgerðir í iðnaði og meðferð úrgangs og Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva ræða um aðgerðir í sjávarútvegi.
Brynhildur Davíðsdóttir dósent mun kynna skýrsluna og niðurstöður hennar en Hugi Ólafsson skrifstofustjóri mun segja frá starfi aðgerðahóps stjórnvalda á þessu sviði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykajvík (Háteig) og hefst kl. 13 og stendur til kl. 15. Aðgangur er ókeypis.
Vinsamlega skráið ykkur fyrir hádegi 19. okt. á netfangið: postur@umhverfisraduneyti.is