Fréttasafn  • Noi_Sirius

21. okt. 2009

Íslenskt sælgæti í útrás

Um 100 tonn af íslensku sælgæti er flutt út árlega. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Það eru Nói Siríus og Freyja sem selja mest úr landi af íslensku sælgætisframleiðendunum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna verða varir við mikinn áhuga erlendis frá en þau selja mikið til Norðurlandanna auk þess sem Nói selur m.a. til Whole Foods í Bandaríkjunum.

Þeir segjast verða varir við vaxandi áhuga erlendis frá á íslensku sælgæti , sérstaklega síðasta ár. Þá sé ekki bara aukning á sölu sælgætis til útlanda heldur telja þeir að söluaukning hér á landi síðasta árið sé um 25%.

Sjá má frétt mbl.is hér.