FréttasafnFréttasafn: október 2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

6. okt. 2009 : Könnun á ástandi og horfum

Starfsmenn SI hafa á gert könnun meðal stærstu félagsmanna sinna um ástand og horfur. Svör bárust frá 140 félagsmönnum. Störfum hefur fækkað um 632 frá upphafi árs og til áramóta er búist við annarri eins fækkun og hefur þá starfsmönnum fækkað um 13,5% frá upphafi til loka árs.

5. okt. 2009 : Íslenskir kvenfrumkvöðlar hitta Viktoríu krónprinsessu

Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. Þær hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrumkvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital.

1. okt. 2009 : Skuggaleg tíðindi

Í fjárlagafrumvarpinu er að finna skuggaleg tíðindi um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður betur séð en þannig sé gengið fram að það leiði til enn frekari stöðnunar og samdráttar. Augljóst er að umsvif í atvinnulífinu munu dragast enn saman og fjárfestingar tengdar orkunýtingu verða í uppnámi.
Síða 2 af 2