Fréttasafn



  • Meistarabref

15. okt. 2009

Meistarabréf á ensku

Samtök iðnaðarins hafa þýtt náms- og færnikröfur iðnmeistara á ensku. Töluvert er um að iðnmeistarar leiti sér vinnu erlendis eða hugleiði að gera slíkt. Mikilvægt er að þeir geti þá sýnt fram á þekkingu sína og hæfni, t.d. með yfirliti um menntun og fyrri störf. M.a. skiptir máli að meistarar hafi þá á reiðum höndum lýsingu á námi til iðnmeistaraprófs.

Meðfylgjandi er þýðing Samtaka iðnaðarins á námsmarkmiðum til iðnmeistaraprófs, sbr. gildandi námskrá frá 1996. Hana er unnt að nálgast á vefsetri Samtakanna, www.si.is. Eins geta menn fengið þýðinguna senda í pósti. Þeir snúi sér til afgreiðslu Samtakanna, s. 591 0100.