Fréttasafn  • Þórólfur Árnason

28. okt. 2009

Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT

Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen.

Þá voru þeir Guðmar Guðmundsson, fjármálastjóri TM Software, Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP og Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, endurkjörnir til næstu tveggja ára. Fyrir sitja í stjórninni þau Daði Friðriksson, framkvæmdastjóri Tölvumiðlunar, Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell Software og Sigrún Eva Ármannsdóttir, framkvæmdastjóri Eskils, en þau voru kjörin í fyrra til tveggja ára.

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt undir Samtökum iðnaðarins en innan SUT eru fimmtíu fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði með á annað þúsund starfsmönnum.