Fréttasafn  • Samtök upplýsingatæknifyrirtækja

20. okt. 2009

Handleiðsluverkefni með hugbúnaðarfyrirtækjum

Útflutningsráð Íslands (ÚÍ) og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) kynntu handleiðsluverkefni fyrir meðlimi SUT á fundi sem haldinn var 15. október sl. Á þriðja tug fyrirtækja mættu á fundinn og var góður rómur gerður að verkefninu. Tilgangur verkefnisins er að undirbúa og aðstoða hugbúnaðar-fyrirtæki við að markaðssetja tilbúna vöru á markað erlendis. Verkefnið byggist á stöðumati, námskeiðum og ráðgjöf á markaði.

Á fundinum fór Björn H. Reynisson (ÚÍ) stuttlega yfir starfsemi Útflutningsráðs en síðan kynnti Andri Marteinsson (ÚÍ) verkefnið. Þá fór Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell og stjórnarmaður í SUT, m.a. yfir reynslu fyrirtækisins af því að fara á erlenda markað. Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri SKÝRR og formaður SUT, stýrði fundinum.

Gjald fyrir þátttöku í verkefninu er 50.000 kr. og innifalið í því eru námsgögn, fyrirlestrar og ráðgjöf á markaði.

Frestur til að skrá þátttöku í verkefnið rennur út föstudagurinn 23. október nk.

Nánari upplýsingar og skráning: