Breytingar á sviðsstjórn prenttæknisviðs IÐUNNAR
Á síðasta sviðsstjórnarfundi prenttæknisviðs létu þeir Sveinbjörn Hjálmarsson og Kristján G. Bergþórsson af setu í sviðsstjórn. Í þeirra stað koma Sölvi Sveinbjörnsson og Guðbrandur Magnússon.
Þeim Sveinbirni og Kristjáni voru þökkuð vel unnin störf í þágu prentiðnaðar á Íslandi en þeir hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir iðnaðinn í hartnær tvo áratugi.
Stjórn prenttæknisviðs býður þá Sölva og Guðbrand velkomna. Guðbrandur er framkvæmdastjóri Landsprents og hefur áratuga reynslu af rekstri í prentiðnaði auk þess að vera á sínum tíma fyrsti framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunnar. Sölvi hefur nýtekið við framkvæmdastjórn Umslags og er því fulltrúi ungu kynslóðarinnar í prentiðnaði.