Fréttasafn1. jún. 2015 Starfsumhverfi

Samið til langs tíma á almennum vinnumarkaði

 

Kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði síðastliðinn föstudag sem ná til tæplega 70 þúsund launamanna. Samningarnir gilda til ársloka 2018 verði þeir samþykktir, en framundan er kynning á efni samninganna meðal aðildarfyrirtækja SA. Verkföllum stéttarfélaganna hefur verið frestað fram yfir atkvæðagreiðslu þeirra. Samningana í heild má nálgast á vef SA en megináhersla þeirra er á hækkun lægstu launa.

Sjá nánari umfjöllun á vef SA