Fréttasafn16. jún. 2015 Almennar fréttir

Fjölbreytt dagskrá í Tjaldi atvinnulífsins

 

Hús atvinnulífsins flutti í Vatnsmýrina 11.-13. júní og tók þar þátt í fundi Fólksins sem var ætlað hvetja til opinna skoðanaskipta milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka.

 

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Frumtök, Samtök álframleiðenda og Litla Ísland reistu Tjald atvinnulífsins og buðu upp á 23 spennandi viðburði á þremur dögum.

Umhverfismál, menntamál, tölvuglæpir, Litla Ísland, fjarskiptabyltingin, markaðsmál og viðskiptafrelsi var meðal þess sem fjallað var um. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á Rúv rakti garnirnar úr forystufólki í atvinnulífinu og stjórnmálamönnum, Ari Eldjárn var með uppistand og Pétur Marteinsson fjallaði um samspil fótbolta og atvinnulífs.