Fréttasafn16. jún. 2015 Orka og umhverfi

Carbon Recycling International tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015

Carbon Recycling International hefur verið tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015. CRI er eitt ellefu fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem tilnefnt hafa verið til verðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður á Íslandi í lok október nk.

Tvö íslensk fyrirtæki eru tilnefnd til verðlaunanna að þessu sinni, en níu frá öðrum Norðurlöndum. Auk CRI var Orkuveita Reykjavíkur tilnefnd til verðlaunanna.

Tilnefndir eru eftirtaldir:

Frá Noregi:
Norgesgruppen A/S

Frá Finnlandi:
Evangelisk-lutherska kyrkan i Finland
PiggyBaggy

Frá Álandseyjum:
Sixten Sjöblom

Frá Svíþjóð:
Kafferisteriet Löfbergs
Uppsala Klimatprotokol
City Bikes

Frá Danmörku:
GoMore ApS

Frá Íslandi:
Carbon Recycling International 
Orkuveita Reykjavíkur

Frá Færeyjum:
El-selskabet SEV

Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða.

Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015 varðar minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Verðlaunin verða að þessu sinni veitt aðila sem sett hefur fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar.