Fréttasafn



25. jún. 2015 Menntun

Annað starfsár GERT verkefnisins á enda

GERT verkefnið ( grunnmenntun  efld í  raunvísindum og  tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.

Verkefnisstjóri í vetur var Þorvarður Kjerúlf Sigurjónsson en Halla Kristín Guðfinnsdóttir, hefur tekið við af Þorvarði og hafið undirbúning að því að fjölga þátttökuskólum fyrir komandi vetur. Allir grunnskólar landsins hafa fengið sent bréf þess efnis.

  • Skýrsla verkefnisstjóra veturinn 2014-2015 má skoða  hér
  • Bréf til grunnskólanna má skoða  hér