Fréttasafn  • Fáni Evrópusambandsins

28. mar. 2012

Staða og horfur í umsóknarferli að ESB

Samtök iðnaðarins boða til félagsfundar um Evrópumál fimmtudaginn 29. mars.

Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, salir F og G og hefst kl. 08:30 og stendur til 10:00.

Á fundinum verður kynnt ný og ítarleg könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála auk þess sem rýnt verður í stöðu og horfur í umsóknarferlinu. Að lokum verður rætt um áherslur SI og vinnuna framundan.

Dagskrá:

  • Vilborg Helga Harðardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Capacent kynnir niðurstöður könnunar meðal félagsmanna SI
  • Kristján Vigfússon, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, fjallar um stöðu umsóknarferilsins að ESB, stöðu og þróun sambandsins og stöðu Íslands
  • Umræður um áherslur SI í Evrópumálum
  • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, samantekt og lokaorð

Léttur morgunverður í boði SI

Fundarstjóri er Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI

SKRÁNING