Fréttasafn



  • Málmfyrirtæki

22. mar. 2012

Framkvæmdir við álverið í Straumsvík að fara á fullt – Skortur á málmiðnaðarmönnum

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi segir í viðtalið við Morgunblaðið í gær að straumhækkunarverkefnið sé orðið mjög viðamikið og vinnustundir í því orðnar vel á aðra milljón. Hún segir einn hluta verkefnisins kalla á um 300 málmiðnaðarmenn og auki kalli aðrir hlutar á um 250 starfsmenn á þessu ári við uppsetningar á vélum, tækjum og þessháttar.
 
Rannveig segir meirihluta málmiðnaðarmanna væntanlega koma erlendis frá því innlendi markaðurinn geti ekki útvegað nema brot af þeim fjölda sem þarf. Ingólfur Sverrisson, forstöðumaður málm- og véltæknisviðs SI segir mikinn skort á málmiðnaðarmönnum á Íslandi og telur að greinin geti bætt við sig 1000-2000 mönnum strax. Í sama streng taka Guðmundur S. Sveinsson framkvæmdastjóri Héðins og Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Framtaks – Stálsmiðju.