Fréttasafn



  • iðnþing2012-iðnaðarráðherra

15. mar. 2012

Ekkert í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili

Iðnaðarráherra, Oddný G. Harðardóttir ávarpaði Iðnþing í dag. Oddný sagði Ísland vissulega hafa staðið tæpt en að frá hruni séum við á réttri leið og að náðst hafi mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs bendi til þess. Skattkerfisbreytingarnar eru nú að mestu yfirstaðnar og ráðherra væntir þess að komið sé tímabil stöðugleika í þeim málum. Þegar borin eru saman ríkisútgjöld áranna 2007 og 2011 kemur í ljós að niðurskurður á einstakra málaflokka hefur verið 15% að meðaltali sem er mikill árangur.  

 

Þá fagnaði Oddný því að senn yrði lokið rammaáætlun og sagði það mikið framfaraspor fyrir orkuiðnað í landinu því að þá gefist í fyrsta sinn tækifæri til þess að horfa til lengri tíma í orkuöflun.

Oddný segir það flestu mikilvægara - að hér takist að auka fjölbreytni atvinnulífsins og reisa undir það fleiri og sterkari stoðir. Hagkerfið þurfi að þroskast og þróast í átt að því að vera þekkingardrifið í stað þess að vera auðlindadrifið. Framtíðarmöguleikar íslensks sjávarútvegs felist til að mynda ekki í meiri veiðum heldur því hvernig við getum aukið verðmæti þess afla sem kemur á land.

 Ráðherra tekur fagnandi frumkvæði SI og fleiri aðila í atvinnulífinu hvernig efla megi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Hugmyndir uppi um breytt eignarhald á sjóðnum í þá veru að ríkið selji eða a.m.k. minnki hlut sinn og fyrirtæki og e.t.v. lífeyrissjóðir kæmu inn í staðinn. Markmiðið að auka fjárfestingargetu sjóðsins.

Oddný lagði jafnframt áherslu á nauðsyn þess að marka skýra raunhæfa stefnu um upptöku Evru – annars vofir yfir okkur sú að hætta að hér myndist tvöfalt hagkerfi.

Íslenska þjóðin stendur ekki frammi fyrir neinum góðum kostum þegar kemur að útfærslu gjaldeyrislaganna segir Oddný. Valið standi alltaf á milli fárra slæmra kosta.

 

Þá minnti Oddný á að ásíðasta Iðnþingi 2011 hefði krafan verið skýr um að ganga í ESB og taka upp evru og kallar eftir sterkari stuðningi frá aðildarfélögum iðnaðarins við sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.