Fréttasafn



  • Tíu hugmyndir í gulleggið

22. mar. 2012

Tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita um Gulleggið

Í dag varð ljóst hvaða tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2012 en 224 hugmyndir hófu keppni í janúar. Teymin að baki þessum tíu hugmyndunum munu kynna þær frammi fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitum sem fram fara 31. mars næstkomandi.

Hugmyndirnar tíu, í handáhófskenndri röð eru:

Lási lyfjaskammtari - Sjálfvirkur og læsanlegur lyfjaskammtari sem stuðlar að markvissari lyfjameðferð.

Kasy - Kasy er hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða sundfatnaði fyrir konur með línur.

Tónlistarskóli Maxímúsar - Tónlistarskóli Maxímúsar er vefsíða sem býður áskrift að gagnvirkri tónlistarfræðslu með tölvuleikjum, þrautum og öðru tengdu efni.  

Karolina Fund - Karolina Fund er fjármögnunar- og verkefnastjórnunarvettvangur á vefnum fyrir aðila tengda skapandi greinum.

ViralTrade - ViralTrade er kauphöll fyrir viðskipti með stafræna hluti í tölvuleikjum.

MÁM (Markaðsmál á mannamáli) - Markaðsmál á mannamáli kerfið eykur markaðslega færni lítilla fyrirtækja og veitir þeim yfirsýn og aðhald í markaðsstarfinu, sem hvoru tveggja leiðir til aukins árangurs.

Reykjavík Runway - Reykjavík Runway er sölu- og markaðsfyrirtæki fyrir íslenska fatahönnuði á alþjóðamarkaði.

Padded Caps - Padded Caps eru golfderhúfur, sem líta út eins og hefðbundnar derhúfur, en eru með innbyggðri höfuðvernd sem verndar golfspilara fyrri höggum af völdum golfbolta.

Sit Stretch - SitStretch er einfalt og skemmtilegt forrit sem leiðbeinir á myndrænan og hvetjandi hátt skrifstofu- og öðru kyrrsetufólki að teygja sig reglulega til að bæta vellíðan og forðast algenga kvilla sem oft fylgja langri kyrrsetu.

Insidememo - Næstu kynslóðar upplýsinga- og fjölmiðlun fyrir fyrirtæki.

Sigurvegari keppninnar hlýtur verðlaunabikarinn Gulleggið 2012, eina miljón í peningum og ráðgjöf frá Innovit. Þá verða ýmis aukaverðlaun veitt frá bakhjörlum og styrktaraðilum keppninnar en alls nema heildarverðlaun Gulleggsins 5.000.000 króna. Verðlaunaafhendingin fer fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands 31. mars klukkan 15:00 en verðlaunin veitir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Alls bárust 224 viðskiptahugmyndina í Gulleggið 2012. Á sjö vikum hafa sérfræðingar aðstoðað þátttakendur við gerð viðskiptaáætlana og uppbyggingu viðskiptahugmynda. Þátttakendur hafa átt kost á að sækja námskeið og vinnusmiðjur skipulögðum af Innovit þar sem sérfræðingar frá Landsbankanum, KPMG, Advel lögmenn, Nova, Marel og Nóa Síríus sáu um fyrirlestra og leiðsögn.

Gulleggið frumkvöðlakeppni hefur farið vel fram síðustu ár og vaxið með hverju árinu. Alls hafa um 800 hugmyndir verið sendar inn til þátttöku um Gulleggið þau fjögur ár sem keppnin hefur verið haldin en keppnin í ár er sú fimmta í röðinni.

Gulleggið frumkvöðlakeppni er fyrst og fremst stökkpallur fyrir framúrskarandi viðskiptahugmyndir og vettvangur þjálfunar og tengslanets fyrir íslenska háskólanemendur, nýútskrifaða og frumkvöðla. Með öflugum stuðningi, námskeiðum og ráðgjöf sem keppendum stendur til boða samhliða keppninni er það markmið Innovit að skapa grundvöll fyrir nýjum fyrirtækjum og verðmætasköpun á Íslandi