Ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefur hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefur af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu sagði Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI í ræðu sinni á Iðnþingi í dag.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var samþykkt eftirfarandi ályktun: Það er verk að vinna í íslenskum hagkerfi. Lykilatriði er að koma arðbærum fjárfestingum af stað á nýjan leik. Þannig má leggja grunn að hagvexti næstu ár, skapa atvinnutækifæri sem sárlega skortir og uppfæra innviðina í landinu.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.
Samtök íslenskra gagnavera (DCI) voru formlega stofnuð innan Samtaka iðnaðarins föstudaginn 2. mars s.l. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni gagnavera á Íslandi.
170 nemendur í 19 iðn- og verkgreinum kepptu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina föstudaginn 9. og laugardaginn 10. mars. Þetta er í sjötta sinn sem Íslandsmótið er haldið og hefur keppnin aldrei verið stærri né glæsilegri, en um 2.200 grunnskólanemar komu og skoðuðu keppnina og kynntu sér menntunartækifæri.
Menntadagur iðnaðarins 2012 var haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 9. mars. Yfirskrift málþingsins var Markviss menntastefna forsenda öflugs atvinnulífs og voru þátttakendur ríflega 70 talsins. Málþingið var haldið samhliða Íslandsmóti verk- og iðngreina og Forritunarkeppni framhaldsskólanna.
Alþingi setti í gærkvöldi lög í miklu flýti sem eiga að herða á gjaldeyrishöftum. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, telur þetta mikið óheillaskref og að viðleitni til að losa um höftin kunni nú að vera í uppnámi.
Árið 2011 var hagvöxtur 3,1% og óx landsframleiðsla sem því nemur. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar árin á undan en 2009 var hann 6,8% og 2010 var samdrátturinn 4%. Vöxtur síðasta árs skýrðist einkum af miklum vexti einkaneyslunnar sem jókst um 4%.
Samtök iðnaðarins tóku þátt í atvinnumessunni sem fram fór í Laugardagshöll í gær. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu
Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar og stendur til loka maí. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi.
Afmælisráðstefna Verkfræðingafélags Íslands, VFÍ var haldin á Grand Hótel í dag. Yfirskrift hennar var Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI var meðal frummælenda en hann fjallaði um sýn iðnaðarins á orkunýtingu framtíðarinnar.
Beint og óbeint framlag áliðnaðar til vergrar landsframleiðslu er um 90 milljarðar á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Samál, samtök álframleiðenda, um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.
Handpoint vann hin virtu alþjóðlegu „Channel Awards 2012“ verðlaun. Handpoint tók nýverið þátt í Merchant Payment Ecosystem ráðstefnunni í Berlín í Þýskalandi en þar koma saman allir helstu fagaðilar í heiminum sem sjá um að veita fyrirtækjum lausnir til að geta tekið á móti kortagreiðslum.
Kærunefnd útboðsmála felldi í dag úr gildi rammasamningsútboð Ríkiskaupa um þjónustu verktaka í iðnaði utan suðvestur hornsins. Tildrög málsins voru þau að sl. sumar hélt Ríkiskaup rammasamningsútboð vegna viðhalds á fasteignum í eigu ríkissjóðs á öllu landinu.
Þann 29. febrúar sl. var undirritaður samningur milli Statsbygg í Noregi og ICEconsult um kaup á hugbúnaði og ráðgjöf. Samningurinn felur í sér að Statsbygg mun taka í notkun hugbúnaðinn MainManager til að sinna þjónustu, rekstri og viðhaldi á eignasafni norska ríkisins.
Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI var einn þriggja frummælenda á fundi Framsóknarflokksins um gjaldmiðlamál í gær. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skýra hvaða áhrif það hefði að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Fjallað var um upptöku Kanadadollars með tvíhliða samningum við þarlend stjórnvöld eða með einhliða upptöku.
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræddu um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum og áhrif hans.
Á Útboðsþingi í dag voru kynntar opinberar verklegar framkvæmdir að fjárhæð 42 milljarða króna. Til samanburðar voru áætlaðar framkvæmdir í fyrra að andvirði 51 milljarður króna sem þýðir um 18% samdrátt.
Á morgun, föstudag standa Samtök iðnaðarins fyrir tveimur áhugaverðum fundum á Grand Hótel Reykjavík. Gengislánin kl. 8.30 og Útboðsþing kl. 13.00.
Frá upphafi árs hefur gengi krónunnar veikst um rúmlega 5%. Á sama tíma hefur aukinn þungi verið að færast í verðbólguna, einkum vegna innlendra kostnaðarhækkana, fyrst og fremst af hendi hins opinbera, og hækkandi olíuverðs.