Fréttasafn



  • handpoint

6. mar. 2012

Handpoint vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Handpoint vann hin virtu alþjóðlegu „Channel Awards 2012“ verðlaun. Handpoint tók nýverið þátt í Merchant Payment Ecosystem ráðstefnunni í Berlín í Þýskalandi en þar koma saman allir helstu fagaðilar í heiminum sem sjá um að veita fyrirtækjum lausnir til að geta tekið á móti kortagreiðslum. Á ráðstefnunni voru 600 gestir víðsvegar úr heiminum m.a. posaframleiðendur, færsluhirðar og hugbúnaðarfyrirtæki úr greiðslugeiranum.
 

Davíð Guðjónsson framkvæmdastjóri Handpoint var einn af þeim sem var sérstaklega fenginn til að ávarpa ráðstefnuna. Þar kynnti hann einstaka lausn fyrirtækisins á alþjóðavísu, greiðslulausnina Handpoint Headstart sem gerir fyrirtækjum, söluaðilum og einstaklingum kleift að taka á móti kort og pinn kortagreiðslum með snjallsíma eða spjaldtölvu ásamt hefðbundnum afgreiðslukössum. Handpoint Headstart lausnin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Handpoint fékk sérstaka viðurkenningu fyrir þessa einstöku lausn og var Davíð Guðjónssyni, framkvæmdastjóra og einum af stofnanda Handpoint afhent hin virtu alþjóðlegu verðlaun „The Channel Awards 2012“ fyrir nýsköpun á sviði móttöku kortagreiðslna. „Við erum afar stolt af þessum árangri og þakklát viðskiptavinum okkar sem hafa verið okkur mikil hvatning til að þróa þessa lausn.“ segir Davíð Guðjónsson „Dómnefndinni finnst Handpoint hafa tekist að sameina frábæra tækni snjallsíma og spjaldtölva án þess að fórna öryggisþættinum með því að notast við kort og pinn aðferðina til að taka á móti kortagreiðslum“, segir Leon Dhaene, formaður dómnefndarinnar.

Um Handpoint

Handpoint sérhæfir í greiðslulausnum fyrir fyrirtæki sem gerir þeim kleift að taka á móti kort og opinn kortagreiðslum með öruggum hætti. Lausnirnar henta bæði aðilum í smásölu og í netsölu. Fyrirtækið hefur alþjóðlega vottun, PCI DSS, sem færslumiðlari og sér um færsluheimildir og færsluuppgjör fyrir fjölda fyrirtækja um allan heim. Handpoint var stofnað fyrir 13 árum og hjá fyrirtækinu starfa 35 starfsmenn í þremur löndum. Handpoint er handhafi Vaxtasprotans 2011 sem eru verðlaun sem Samtök iðnaðarins, Rannóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa að ásamt hinum virtu alþjóðlegu verðlaunum „The Channel Awards 2012“ sem Merchant Payment Ecosystem stendur að.