Fréttasafn  • gengislánafundur 2.3.2012

2. mar. 2012

Mikilvægt að eyða óvissu sem fyrst

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræddu um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum og áhrif hans. 

 

Ræddar voru leiðir til að takmarka þá óvissu sem ríkir um meðferð gengistryggðra lána. En afar brýnt er að flýta því að leysa úr ágreiningsefnum fyrir dómstólum. Í því sambandi var bent á þá leið að Alþingi setti lög um flýtimeðferð þessara mála fyrir dómstólum.

Báðir lögmenn voru sammála um að réttaráhrif dómsins næði jafnt yfir fyrirtæki og einstaklinga.

Yngvar Örn benti á að Samtök fjármálafyrirtækja væru búin að sækja um undanþágu hjá Samkeppniseftirlitinu til að samræma viðbrögð sín við dómnum. Fengið hafi verið álit lögmannsstofu á réttaráhrifum dómsins og í framhaldinu hefði verið skipaður vinnuhópur til að fara yfir niðurstöður álitsins.

Umfjöllun á rúv