Er annar gjaldmiðill lausnin?
Orri sagði m.a. að þótt nærtækast væri að taka upp evru með Evrópusambandsaðild eigi evrusamstarfið í vanda og óljóst hvenær Íslendingar gætu tekið hana upp. Upptaka Kandadollars væri frumleg hugmynd sem sé vel þess virði að skoða.
Með upptöku Kanadadollars sé hugsanlegt að bankakerfið á Íslandi verði uppbyggt af kanadískum bönkum, en ekki íslenskum.
Auk Orra voru með erindi Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.