Fréttasafn



  • Radstefnan-laugardaginn-3

4. mar. 2012

Er annar gjaldmiðill lausnin?

Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI var einn þriggja frummælenda á fundi Framsóknarflokksins um gjaldmiðlamál í gær. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skýra hvaða áhrif það hefði að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Fjallað var um upptöku Kanadadollars með tvíhliða samningum við þarlend stjórnvöld eða með einhliða upptöku.

Orri sagði m.a. að þótt nærtækast væri að taka upp evru með Evrópusambandsaðild eigi evrusamstarfið í vanda og óljóst hvenær Íslendingar gætu tekið hana upp. Upptaka  Kandadollars væri frumleg hugmynd sem sé vel þess virði að skoða.

Með upptöku Kanadadollars sé hugsanlegt að bankakerfið á Íslandi verði uppbyggt af kanadískum bönkum, en ekki íslenskum.

Auk Orra voru með erindi Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Erindi Orra

Umfjöllun á eyjan.is

 Viðtal við Orra og Ársæl Valfells á Bylgjunni