Fréttasafn



  • SkillsIceland2012

13. mar. 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina aldrei stærra og glæsilegra

170 nemendur í 19 iðn- og verkgreinum kepptu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina föstudaginn 9. og laugardaginn 10. mars.

Þetta er í sjötta sinn sem Íslandsmótið er haldið og hefur keppnin aldrei verið stærri né glæsilegri, en um 2.200 grunnskólanemar komu og skoðuðu keppnina og kynntu sér menntunartækifæri.  Ætla má að ríflega 3000 manns hafi sótt mótið eða um 1% þjóðarinnar.

Simon Bartley, forseti World Skills, heimsótti keppnina og ávarpaði keppendur, dómara og gesti á lokaathöfn og verðlaunaafhendingu mótsins.

Úrslit Íslandsmótsins er að finna hér

Verkiðn stendur fyrir Íslandsmótinu verk- og iðngreina hérlendis og þátttöku Íslendinga á "World skills“.  Næsta alþjóðamót verður haldið í Leipzig í Þýskalandi í júlí 2013.