Fréttasafn



  • vinnandiVegur_merki

9. mar. 2012

Atvinnumessa í Laugardalshöll

Samtök iðnaðarins tóku þátt í atvinnumessunni sem fram fór í Laugardagshöll í gær. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar og stendur til loka maí. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. Sérstök áhersla er á að skapa langtímaatvinnulausum vinnu og stendur fyrirtækjum til boða markverður fjárhagslegur stuðningur í því samhengi. Þegar eru komin um 1.000 ný störf inn í verkefnið en markmiðið var að skapa um 1.500 störf fram að vori.

Fjölmargir gestir komu á sameiginlegan bás SA, SI, SVÞ og SAF og vildu fræðast um störf samtakanna og aðkomu að verkefninu.

Á vef verkefnisins er ítarlega fjallað um hvernig ráðning starfsfólks gengur fyrir sig og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfa að uppfylla til að taka þátt. Við nýráðningar verður boðið upp á mismunandi leiðir til ráðninga sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.