Fréttasafn



  • Borgartún 35

15. mar. 2012

Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns.
 

Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

Fyrir í stjórn samtakanna eru Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf., Kolbeinn Kolbeinsson, Ístak hf. og Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál

 Nánari samantekt á niðurstöðum kosninga

Kosningaþátttaka var 82,3%

Formannskjör:

Í framboði til formanns SI voru Haraldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Furu og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika.  

Svana Helen Björnsdóttir fékk 94.440 atkvæði eða 58,6% greiddra atkvæða. Svana Helen verður því formaður SI til Iðnþings 2013.

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:

Alls gáfu fimm kost á sér.

Stjórn

Þessi þrjú hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Bolli Árnason, GT tækni ehf.

Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf.

Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

Auk þess sest í stjórn SI Lárus Andri Jónsson, fulltrúi SART, skv. bráðabirgðaákvæði til tveggja ára.

Fyrir í stjórn Samtakanna eru:

Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf.

Kolbeinn Kolbeinsson, Ístak hf

Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál 

Ráðgjafaráð

Þessir tveir komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.
Þeim er raðað hér í stafrófsröð.

Halldór Einarsson, Henson ehf.

Hilmar Veigar Pétursson, CCP hf