Fréttasafn



  • Borgartún 35

21. mar. 2012

Seðlabankinn hækkar vexti

Seðlabankinn ákvað í morgun að hækka vexti um 0,25 prósentur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þetta séu mikil vonbrigði en að við þessu hafi verið búist. „Vonbrigðin eru fyrst og fremst þau að við skulum vera missa verðbólguna úr böndunum og  Seðlabankinn sjái sig knúinn til að hækka vexti til að bregðast við. Verðbólgan mælist nú 6% og getur auðveldlega hækkað meira. Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð síðustu mánuði og óvíst hvaða áhrif þétting gjaldeyrishaftanna mun hafa á gengið á næstunni“, segir Bjarni

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að að ef verðbólguhorfur batni ekki er líklegt að hækka þurfi vexti enn frekar til að taumhald peningastefnunnar, sem er enn tiltölulega laust, verði hæfilegt. Bjarni segist ekki sammála því að taumhald peningastefnunnar sé laust. „Vissulega var hagvöxtur á síðasta ári þolanlegur en hann var drifinn áfram af mikill einkaneyslu sem aftur skýrðist að verulegu leyti af sérstökum einskiptis greiðslum til heimilanna.

Staða fyrirtækjanna er enn veik og atvinnuleysi hátt auk þess sem fjárfesting er afar lág. Þetta ástand kallar á lága vexti en ég tel einnig mikilvægt stuðla að auknum útlánum banka m.a. með lækkun á eiginfjárhlutfalli þeirra.

Eina meðalið sem dugar til að vinna gegn verðbólgunni er að koma fjárfestingu í gang og eðlilegu flæði gjaldeyris til landsins. Við verðum að tryggja að sviðsmynd Seðlabankans um hærri vexti og þéttari gjaldeyrishöft verði ekki að veruleika“, segir Bjarni að lokum