Óvissa einkennir þá tíma sem við nú lifum
Sigríður Mogensen, sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, ræðir við Þórarinn Hjartarson í hlaðvarpsþættinum Ein pæling um lífskjör á Íslandi, samkeppnishæfni, orkuöflun, gagnaver og menntakerfið.
Í þættinum segir Sigríður meðal annars óvissu einkenna þá tíma sem við nú lifum. Þá telur hún umræðu um orkuöflun hafa verið stýrt af háværum minnihluta sem hafi geta gengið fram með offorsi og séð til þess að halda sjónarmiðum annarra í gíslingu. Þá segir hún hafa verið fyrirsjáanlegt að orkuverð myndi aukast og að ástæðan sé fyrst og fremst einkennileg forgangsröðun stjórnvalda. Þau Þórarinn og Sigríðu ræða einnig um fjarskiptatækni og tækifæri fyrir Íslands er varðar sæstrengi, gagnaver og aukna uppbyggingu í þeim geirum sem hafa tekið ævintýraleg stökk á undanförum árum. Að lokum ræða þau um alþjóðatengsl, að kremjast á milli tollabandalaga, skólakerfið og fleira.
Hér er hægt að horfa á þáttinn á Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=2Inb85xS4Kc

