Fréttasafn



26. nóv. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Kvikmyndaþing 2025 fer fram í Bíó Paradís í dag

Verðmætasköpun og menningarspegill - tækifærin í íslenskri kvikmyndagerð er yfirskrift Kvikmyndaþings 2025 sem fer fram í dag kl. 17 í Bíó Paradís. Að þinginu standa Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag leikskálda og handritshöfunda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök iðnaðarins.

Í frétt á mbl.is segir að á þinginu verði farið yfir stöðu greinarinnar en færri íslenskar kvikmyndir séu frumsýndar í ár en oft áður. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar fækki þeim enn á næsta ári. Á þinginu verði einnig farið yfir tillögur að frekari fjárfestingu sem skila muni auknum efnahagsumsvifum en ekki síður menningarverðmætum og fjölbreyttu framboði efnis á íslensku.

Meðal þátttakenda í dagskrá eru Anton Máni Svansson, formaður SÍK, Hrönn Kristinsdóttir, stjórnarmaður í SÍK, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, Hrönn Sveinsdóttir, formaður SKL, Bergur Ebbi og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

mbl.is, 26. nóvember 2025.