Fréttasafn



22. des. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Framtíðin mótuð á ársfundi Tækni- og hugverkaráðs SI

Stjórnendur helstu tækni- og hugverkafyrirtækja landsins komu saman á ársfundi Tækni- og hugverkaráðs SI í byrjun desember á Vinnustofu Kjarvals. Rætt var um áskoranir og tækifærin framundan í greininni en 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði á Íslandi og námu útflutningstekjur greinarinnar yfir 300 milljörðum á síðasta ári. Innan iðnaðarins eru meðal annars fyrirtæki í líf- og heilbrigðistækni, menntatækni, upplýsingatækni, tölvuleikjaiðnaði og hátækniframleiðslu. 

Nanna Elísa Jakobsdóttir og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI, buðu gesti velkomna og stýrðu dagskránni. Ingvar Hjálmarsson, fráfarandi formaður Tækni-og hugverkaráðs og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, stýrði sófaspjalli með Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech, og Sveini Sölvasyni, forstjóra Emblu Medical. Þá stýrði Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Centers, spjalli með frumkvöðlunum Alexander Jóhönnusyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Eirr Medical, og Halldóri Snæ Kristjánssyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Myrkur Games sem nýverið gáfu út sinn fyrsta tölvuleik. Lokaorðin átti Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Á fundinum var skipað í nýtt Tækni- og hugverkaráð SI þar sem Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður. Í ráðinu sem er skipað til ársins 2027 sitja auk formanns og Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, fulltrúar 15 aðildarfyrirtækja SI. 

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Myndir/BIG

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-1Nanna Elísa Jakobsdóttir og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-14Ingvar Hjálmarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Nox Medical, Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, og Sveinn Sölvason, forstjóri Emblu Medical.

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-44Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Centers, Alexander Jóhönnuson, stofnandi og framkvæmdastjóri Eirr Medical, og Halldór Snær Kristjánsson, stofnandi Myrkur Games.

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-55Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-36Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi.

Si_hugverkarad_arsfundur_2025_kokteill-5

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-10

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-12

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-17

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-26

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-27

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-28

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-37

Si_hugverkarad_arsfundur_2025-8