Fréttasafn



13. jan. 2026 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Breytum gervigreindartækifærum í verðmæti fyrir Ísland

Sigríður Mogensen, sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir í Kastljósi að gervigreindin sé ekki bara tæknibyltingu heldur hafi hún áhrif á samfélög og verði að stórum áhrifaþætti að mati allra sem hafi kynnt sér málið vel á stöðu þjóðar til framtíðar.

Sigríður segir meðal annars gagnaver vera farveginn fyrir því að Ísland geti tekið þátt í gervigreindarkapphlaupinu miðað við stærð landsins. „Spurningin er hvort við ætlum að breyta þessum tækifærum sem blasa þarna við úti í heimi í verðmæti fyrir Ísland.“ Hún segir að það sé hægt að gera í gegnum uppbyggingu gagnaversiðnaðar, styrkari fjarskipti og stafrænar tengingar sem séu  nútímainnviðir. 

Þá segir Sigríður að eitt af þeim verkefnum sem séu í skoðun sé að leggja háhraðagagnasæstreng milli Íslands og Bandaríkjanna og Íslands og Evrópu. Hún segir strengina sem liggja frá Íslandi í dag öfluga og góða og hafi gagnast okkur vel. Hún nefnir að IRIS-strengurinn sem liggi á milli Íslands og Írlands hafi verið lagður með þjóðaröryggissjónarmið að leiðarljósi en strengurinn hafi skapað tækifæri og tekjur fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag í leiðinni. „En þegar verið er að tala um raunverulega þátttöku í þessu gervigreindarkapphlaupi og taka þátt í innviðauppbyggingu gervigreindar þá er sæstrengur til Bandaríkjanna algjör forsenda fyrir því.“

12.01.26 Sigríður Mogensen í KastljósiBergsteinn Sigurðsson ræddi við Sigríði Mogensen í Kastljósi. 

Kastljósið, 12. janúar 2026. 

RÚV, 13. janúar 2026.