Efni tengt Iðnþingi 2008

Íslenska krónan byrði á ferðaþjónustufyrirtækjum

„Gengisþróun er og hefur verið greininni mjög erfið og búast má við að sá vandi haldi áfram og jafnvel aukist“, sagði Jón Karl Ólafsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á Iðnþingi í dag. Hann sagði að  krónan hefði verið byrði, sérstaklega fyrir minni fyriræki í greininni þar sem þekking á sveiflum og hvernig við þeim mætti bregðast væri takmörkuð.  Tekjur fyrirtækja eru að langmestu leyti í erlendri mynt en kostnaðurinn í krónum. Smærri fyrirtækin eru einnig háð fjármögnun í krónum sem gríðarlega dýr.

Jón Karl sagði að Samtök ferðaþjónustunnar hefðu ekki mótað sér skoðun á því hvor sækja beri um aðild Evrópusambandinu en menn hljóti að spyrja sig þeirrar spurningar eins fljótt og auðið er.

Glærur Jóns Karls (PDF snið)