Velta í iðnaði 1.963 milljarðar króna

Velta í iðnaði nam 1.963 mö.kr. á árinu 2022. Um er að ræða tæplega þriðjung af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu og undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. 

Velta í iðnaði nam 1.625 mö.kr. á síðasta ári. Um er að ræða rúmlega 31% af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu og undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. Hlutfallið hefur verið að hækka undanfarin ár en á árinu 2019 var það 29%, sem sýnir vaxandi mikilvægi iðnaðar fyrir hagkerfið.

Velta í iðnaði jókst á síðasta ári um 15% á föstu verði á milli ára. Var vöxturinn í greininni sá sami og vöxturinn í heildarveltu allra greina hagkerfisins. Helst því hlutfall iðnaðar af veltu fyrirtækja í hagkerfinu óbreytt á milli 2020 og 2021.

Þegar skoðað er tímabil síðustu efnahagsuppsveiflu, þ.e. tímabilið frá 2010 til ársins 2019 þá jókst velta í iðnaðinum um 36% á föstu verði en 29% í hagkerfinu í heild. Var vægi aukinnar veltu í iðnaði um 34% af heildaraukningu veltu í hagkerfinu á þessum tíma. Endurspeglar þetta mikilvægi iðnaðarins í síðustu efnahagsuppsveiflu. Þá jókst hlutdeild iðnaðar í heildarveltu á þessum tíma en á árinu 2010 var hún tæp 28%.

Í síðustu efnahagsuppsveiflu var mestur vöxtur í veltu iðnaðar sem tengdist innlendri eftirspurn, þ.e. bæði fjárfestingu og neyslu. Vöxturinn var minni í þeim hluta iðnaðar sem var í hvað mestri samkeppni við erlend fyrirtæki en þar vóg hátt gengi krónunnar ásamt miklum innlendum kostnaðarverðshækkunum að samkeppnisstöðunni og markaðshlutdeild iðnfyrirtækja.

Í uppsveiflunni undanfarið mældist vöxtur mestur á síðasta ári í framleiðsluiðnaði, eða um 21% vöxtur á milli ára. Miklar hækkanir á álverði útskýra það að stórum hluta. Velta í hugverkaiðnaði mældist 12% meiri á föstu verði árið 2021 samanborið við 2020 og í byggingariðnaði og mannvirkjagerð var vöxturinn 9% á sama tíma. 

Velta í iðnaði, ma.kr á föstu verði 2020