Upplýsingasíða SI vegna COVID-19

Á þessari síðu er safnað saman upplýsingum sem gagnast aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins vegna COVID-19.

Covid-19-2-_1584908122507

Leiðbeiningar vegna COVID-19

Leidbeiningar_forsida

  • Hér  er hægt að nálgast leiðbeiningar til aðila sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar hjá útsendum starfsmönnum. 04.11.2020
  • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar fyrir snyrtistofur og hársnyrtistofur. 29.03.2021 
  • Hér er hægt að nálgast PDF af veggspjaldi um grímuskyldu sem fyrirtæki geta prentað út og hengt upp.



Bolusetning_1Hægt er að nálgast kynningarefni um rétt innflytjenda til bólusetninga gegn COVID-19 á nokkrum tungumálum. Um er að ræða veggspjöld með upplýsingum um rétt til bólusetninga og einnig áminning um að það er auðveldara að ferðast þegar fólk er bólusett. Kynningarefnið er ætlað atvinnurekendum og er hægt að prenta kynningarefnið út til að hafa veggspjöld sýnileg þar sem fólk kemur saman, t.d. á kaffistofum, búningsherbergjum, salernum og við innganga. Hægt er að velja kynningarefnið á þeim tungumálum sem henta hverju sinni. Á vefsvæði covid.is hefur verið útbúin upplýsingasíða sem skýrir hvernig fólk á að skrá sig til að fá boð í bólusetningu. Upplýsingarnar eru á nokkrum tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, litháísku, tælensku, spænsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, arabísku, kúrdísku og persnesku. Slóð á upplýsingasíðuna: www.covid.is/vax. Slóð á öll veggspjöldin: www.covid.is/vax-kynningarefni. Hér er hægt að nálgast veggspjald sem segir á 16 tungumálum: „Ef þú býrð eða starfa á Íslandi áttu rétt á bólusetningu við COVID-19“.

Öllum takmörkunum aflétt

Frá og með föstudeginum 25. febrúar verður öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

23. febrúar 2022.

Fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 200 manns innandyra

Fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 200 manns innandyra og engar takmarkanir eru utandyra.Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott.Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu.Sóttkví er afnumin vegna smita innanlands en reglur um einangrun eru óbreyttar. Reglur um þá sem koma um landamæri breytast ekki. Ný reglugerð gildir til og með 25. febrúar. Opnunartími staða með vínveitingaleyfi er lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

11. febrúar 2022.

Krafa um 1 metra nálægðarmörk afnumin

Hætt verður að gera kröfu um 1 metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Með þessu breytast aðstæður til viðburðahalds þar sem hægt verður að nýta öll sæti á viðburðum svo lengi sem ekki eru fleiri en 500 í hólfi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

2. febrúar 2022.

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

Breytingar hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum. Miðað er við 50 manns, nándarregla 1 metri, krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um 2 klukkustundir. Heimilt er að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um grímuskyldu og 1 metra reglu óskyldra aðila. Nýjar reglur taka gildi 29. janúar og gildar til 24. febrúar.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

28. janúar 2022.

Slakað á reglum um sóttkví

Breytingar eru gerðar á sóttkví þannig að einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimils eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða undanþegin smitgát. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

25. janúar 2022.

Samkomutakmarkanir miðast við 10 manns 

Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda frá og með laugardeginum 15. janúar til og með 2. febrúar næstkomandi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

14. janúar 2022.

Samkomutakmarkanir framlengdar til 2. febrúar

Óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands hafa verið framlengdar til og með 2. febrúar.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

11. janúar 2022. 

Útskrifa sig sjálf eftir 7 daga einangrun

Tilkynnt hefur verið um að þeir sem lokið hafa sjö daga einangrun eftir staðfest smit af völdum Covid-19 geti nú og megu útskrifa sig sjálfir, að því tilskildu að þeir finni ekki fyrir sjúkdómseinkennum.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

8. janúar 2022.

Stytta sóttkví

Reglum um sóttkví hefur verið breytt. Með þeim er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir eru þríbólusettir gegn Covid. Tími í sóttkví er aldrei skemmri en fimm dagar.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

7. janúar 2022.

Samkomutakmarkanir hertar

Samkomutakmarkanir hafa verið hertar, miðað er við 20 manns og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi loki kl. 21.00. Hraðprófsviðburðir eru takmarkaðir við 200 manns. Hvatt er til fjarvinnu á vinnustöðum eins og kostur er. Takmarkanirnar gilda frá 23. desember í 3 vikur.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

21. desember.

Framlengja takmarkanir til 21. desember

Framlengja á óbreytta reglugerð um samkomutakmarkanir næstu tvær vikur. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun ofl. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

7. desember 2021.

Enn frekari takmarkanir til 8. desember

Sóttvarnaraðgerðir til að sporna við hraða útbreiðslu Covid-19 verða hertar frá miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburðar með að hámarki 500 manns í sóttvarnarhólfi. Opinunartími veitingastaða verður styttur um klukkustund og lokað kl. 22.00 og gestir farnir kl. 23.00. Hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum miðast við 75% af heimiluðum hámarksfjölda. Reglugerðin gildir til og með 8. desember.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

12. nóvember 2021.

Takmarkanir hertar á ný

Herða á takmarkanir. Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Reglur um grímunotkun taka gildi 6. nóvember en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember og gilda í fjórar vikur til þriðjudags 8. desember.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
5. nóvember 2021.

Afléttingar takmarkana

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október. Stefnt er að fullri afléttingu samkomutakmarkana innanlands frá og með 18. nóvember.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
19. október 2021.

Takmarkanir framlengdar til 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna Covid-19 til og með 20. október næstkomandi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

5. október 2021.

Breytingar á landamærum

Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Þetta gildir til 6. nóvember.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

29. september 2021.

Frekari tilslakanir á sóttvarnarreglum

Nýjar tilslakanir á sóttvarnarreglum taka gildi 15. september og gilda til 6. október. Almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hraðprófsviðburðum verður nú unnt að hafa standandi gesti enda gæti þeir að 1 metra reglu en beri ella grímu. Ekki þarf að viðhafa 1 metra fjarlægð eða bera grímu meðan setið er á hraðprófsviðburðum. Reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða að öðru leyti óbreyttar. Þá verður sérstök heimild til að halda skemmtanir fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur án nálægðatakmörkunar eða grímuskyldu fyrir allt að 1.500 manns. Opnunartími veitingastaða verður einnig lengdur um klukkustund.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

14. september 2021

Tilslakanir á sóttvarnarreglum

Fjöldatakmarkanir miðast áfram við 200 manns og reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta, eins metra regla felld niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum er meðal tilslakana. Nýjar reglur gilda til 17. september.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 
27. ágúst 2021

Framlenging á takmörkunum

Gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir er framlengd um tvær vikur og gildir til og með 27. ágúst. Áfram verða 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarregla og óbreyttar reglur um grímunotkun.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

10. ágúst 2021.

Takmarkanir settar á aftur

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og 1 metra regla tekin upp. Grímuskylda er innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Samkomutakmarkanir gilda til 13. ágúst. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða er til kl. 23.00 og hámarksfjöldi gesta 100 manns í rými.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

24. júlí 2021

Aflétta öllum samkomutakmörkunum

Frá og með 26. júní falla úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
25. júní 2021

Fjöldatakmarkanir úr 150 í 300 manns

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Nýjar reglur gilda til og með þriðjudagsins 29. júní.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

11. júní 2021

Opnað fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6

Opnað hefur verið fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6, þ.e. vegna stöðvunar á starfsemi frá 25. mars til og með 14. apríl á þessu ári. Lokanir vegna sóttvarnaraðgerða á greindu tímabili tóku til skemmtistaða, kráa, spilasala og spilakassa, bað- og sundstaða, heilsu- og líkamsræktarstöðva, ökunáms og flugnáms með kennara og sviðslista og sambærilegrar starfsemi. Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Eftir að fullbúin umsókn berst Skattinum á almennt ekki að taka langan tíma að afgreiða hana þannig að greiðsla á að geta borist umsækjanda innan ekki margra daga. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.  

27. maí 2021.

Fjöldatakmarkanir úr 50 í 150 manns

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi og gildir til 16. júní.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 

21. maí 2021.

Fjöldatakmarkanir úr 20 í 50 manns

Breytingar verða gerðar á sóttvarnaraðgerðum sem taka gildi 10. maí og gilda í rúmar tvær vikur. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- og baðstaðir og líkamsræktarstöðvar mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og verður opið til kl. 22. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

7. maí 2021

Framlengja samkomutakmarkanir um eina viku

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglugerða um takmarkanir á samkomum og skólastarfi um eina viku, en að óbreyttu áttu þær að gilda til 5. maí. Þetta er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis þessa efnis. Í minnisblaði til ráðherra segir hann allar líkur á því að forsendur verði fyrir því að ráðast í afléttingar á sóttvarnaráðstöfunum á næstu vikum.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

4. maí 2021

Fyrirhugaðar afléttingar samkomutakmarka

Kynnt hefur verið áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt. Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Fyrsta skref afléttingar hefur þegar verið tekið með tilslökunum á samkomutakmörkunum og í skólastarfi sem tóku gildi 15. apríl síðastliðinn. Þá voru fjöldatakmörk aukin úr 10 í 20 manns, opnað var fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva o.fl. með takmörkunum, hægt var að hefja sviðslistastarf á ný og sitthvað fleira. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

27. apríl 2021.

Hertar aðgerðir á landamærum

Setja á tímabundnar hertar aðgerðir á landamærunum þar sem heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sóttkvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1000 þá verði sóttkvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Dómsmálaráðherra fær að auki heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum (nýgengi yfir 1000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.mk. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði. Frá 7. maí verður gefið út hálfsmánaðarlega svæðisbundið áhættumat um stöðu og þróun faraldursins til að byggja á ákvarðanir um landamæraaðgerðir.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

20. apríl 2021.

Fjöldatakmarkanir fara í 20 manns

Ný reglugerð um sóttvarnareglur tekur gildi 15. apríl og gildir í 3 vikur. Helstu breytingar eru að almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða. Sviðlistir, þar með talið kórastarf, verða heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga verða áfram 30 manns en fjölgar í 100 manns við útfarir. Öllum verslunum verður heimilt að taka á móti 5 viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 100 manns, auk 20 starfsmanna í sama rými og viðskiptavinir. Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður heimilt að hafa opið með sömu skilyrðum og veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 

13. apríl 2021.

Nýjar reglur á landamærum frá 9. apríl

Nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum sem taka gildi 9. apríl gilda jafnt fyrir alla óháð því hvort þeir koma frá löndum sem skilgreind eru sem áhættusvæði eða ekki. Öllum sem koma til landsins verður sem fyrr skylt að fara í sýnatöku á landamærunum, fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku við lok hennar. Fólki er heimilt að vera í heimasóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir sem hafa ekki tök á að vera í heimasóttkví og/eða kjósa frekar að dvelja í sóttvarnahúsi eiga kost á því og er dvölin þar viðkomandi að kostnaðarlausu. Þeir sem eru í sóttkví þurfa að vera í húsnæði sem uppfyllir skilyrði og umgengnisreglur samkvæmt nýjum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Í því felst að einstaklingur skuli vera einn á dvalarstað en ef fleiri dveljast þar þurfa þeir að sæta öllum sömu skilyrðum sóttkvíar. Þeir sem ekki geta dvalið í heimasóttkví sem uppfyllir skilyrði sóttvarnalæknis þurfa að dvelja í sóttvarnahúsi. Gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

9. apríl 2021

Opnað fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 5

Opnað hefur verið fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 5, þ.e. vegna stöðvunar á starfsemi frá 1. janúar 2021 til og með annars vegar 12. janúar og hins vegar 7. febrúar. Það á við um þá rekstraraðilar sem var gert að stöðva starfsemi sína frá 18. september 2020 sem geta sótt um lokunarstyrk 5. Lokunarstyrkur 6 mun síðan taka til lokana frá og með 25. mars s.l. þegar þar að kemur. Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum. 

29. mars 2021.

Hertar sóttvarnareglur frá miðnætti

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti með 10 manna fjöldatakmörkun og gilda í 3 vikur. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Nándarregla er áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Loka þarf sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum, sviðslistum og sambærilegri starfsemi svo sem bíó, skemmtistöðum og krám. Veitingastaðir mega vera opnir til kl. 22 með að hámarki 20 gesti. Verslanir mega taka á móti 5 einstaklingum á hverja 10 fm að hámarki 50 manns. Starfsemi hársnyrtistofa, snyrtistofa og sambærileg starfsemi verður heimil.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

24. mars 2021.

Hertar ráðstafanir á landamærum

Sóttvarnaráðstafanir á landamærum verða hertar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis frá og með 1. apríl og gildir til loka mánaðarins. Meginreglan verður að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti 5 daga sóttkví. Allir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum viðmiðum dvelja í sóttvarnahúsi meðan á 5 daga sóttkví stendur, nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. 

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

23. mars 2021

Auknar kröfur um skráningu gesta á viðburðum

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og gilda til 9. apríl. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Á öllum viðburðum, svo sem í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðlistar-, menningar og íþróttaviðburðum, ráðstefnum, fyrirlestrum og sambærilegum viðburðum, skulu gestir skráðir í númeruð sæti og teknar niður upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer hvers og eins. Óheimilt er að selja eða bjóða veitingar í hléi á viðburðum og skulu gestir beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Skipuleggjendur viðburða skulu tryggja að ekki séu fleiri en 50 manns í hverju sóttvarnahólfi og að ekki verði blöndun gesta á milli hólfa. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

16. mars 2021

Átaksverkefnið Hefjum störf

Sett hefur verið af stað sérstakt atvinnuátak undir yfirskriftinni „Hefjum störf“. Markmiðið er að með átakinu verði til allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Ráðgert er að verja um 4-5.000 milljónum króna til þessara aðgerða. Lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur með ríflegum stuðningi. Hverjum nýjum starfsmanni fylgir allt að 472 þúsund króna stuðningur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð, í allt að 6 mánuði og getur fyrirtækið ráðið eins marga starfsmenn og það þarf þangað til heildar starfsmannafjöldi hefur náð 70. Ráðningartímabilið er 6 mánuðir á tímabilinu apríl-desember 2021. Þá geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðningarstyrki sem auðvelda atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðningarstyrk getur atvinnurekandi fengið fullar grunnatvinnuleysisbætur með hverjum atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að 6 mánuði með hverjum nýjum starfsmanni, eða 307.430 krónur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ekkert þak er á fjölda starfsmanna sem fyrirtæki geta ráðið með þessu úrræði.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

15. mars 2021.

Fjöldatakmarkanir miðast við 50 manns

Nýjar  reglur um samkomutakmarkanir taka gildi 24. febrúar. Fjöldatakmarkanir verða 50 manns í stað 20 manns. Heimilt verður að hafa að hámarki 200 viðskiptavini í verslunum, á söfnum, í kirkjum og á tilteknum viðburðum. Sund- og baðstaðir og skíðasvæði mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega ekki hafa fleiri en 50 manns í rými. Á íþróttakeppnum verður heimilt að hafa áhorfendur.  Leyfilegur hámarksfjöldi í rými veitingastaða verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda í verslunum og söfnum. Á viðburðum þar sem gestir sitja skulu allir nota andlitsgrímu og tryggja þarf að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.

  • Hér er hægt að nálgast frekar upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

23. febrúar 2021.

Hertar aðgerðir á landamærum

Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Frá sama tíma verður þeim sem greinast með COVID-19 við skimun á landamærum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi ríkisstjórnar 16. febrúar og er hún í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

16. febrúar 2021.

Tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 8. febrúar

Tilslakanir á samkomutakmörkunum verða frá 8. febrúar. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum. Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. Heimilt verður að opna að nýju skemmtistaði, krár, spilasali og spilakassa að uppfylltum skilyrðum. Fjöldatakmörk gesta í sviðslistum verða aukin úr 100 í 150 manns og trú- og lífsskoðunarfélögum verður heimilt að halda athafnir, þar með taldar útfarir, með 150 manns að hámarki. Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verður 150 manns með hliðsjón af fermetrafjölda og sama gildir um gesti á söfnum. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar með skilyrðum. Ný reglugerð sem kveður á um þessar tilslakanir gildir til og með 3. mars næstkomandi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

5. febrúar 2021. 

Opnað fyrir tekjufallsstyrki

Opnað hefur verið fyrir móttöku á umsóknum um tekjufallsstyrki vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á www.skattur.is. Ef umsækjandi um tekjufallsstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu. Skilyrði fyrir tekjufallsstyrk eru nokkuð mörg og fleiri en ein leið til að reikna út bæði tekjufall, rekstrarkostnað og stöðugildi en allt eru þetta þættir sem skipta sköpum um útreikninga á styrkjunum. Reynt er að fylla út fyrirfram allar þær upplýsingar sem Skattinum er unnt en jafnframt þurfa umsækjendur sjálfir að gefa upp tilteknar upplýsingar. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.

  • Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef Skattsins.   

11. janúar 2020.

Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns fram til 17. febrúar

Fjöldatakmarkanir verða 20 manns frá og með 13. janúar og gilda til 17. febrúar. Þá verður heilsu- og líkamsræktarstöðvum gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn, sama gildir um aðra menningarviðburði. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 

8. janúar 2021.

Breytingar á samkomutakmörkunum gilda til 12. janúar

Breytingar á samkomutakmörkunum gilda til 12. janúar 2021. Áfram er miðað við 10 manns en með ákveðnum undantekningum. Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar. Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns. Veitingastaðir hafa heimild til að taka við 15 viðskiptavinum í rými og hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Heimilt verður að hafa opið í sund og baðstöðum fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði og allt að 50 sitjandi gestum. 


  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 

8. desember 2020.

Gildandi reglugerð framlengd til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

1. desember 2020.

Viðspyrnustyrkir fyrir fyrirtæki

Viðspyrnustyrkir eru beint framhald af tekjufallsstyrkjum og er þeim ætlað að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra tekjuskattskyldra rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60% tekjufalli og gildir um alla rekstraraðila óháð rekstrarformi, það gildir þannig líka um einyrkja sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu. Fyrir rekstraraðila með tekjufall á bilinu 60-80% getur viðspyrnustyrkur orðið 400 þúsund krónur á hvert mánaðarlegt stöðugildi og getur hæst orðið 2 milljónir króna. Fyrir rekstraraðila með tekjufall upp á 80%-100% getur viðspyrnustyrkur orðið 500 þúsund krónur á hvert mánaðarlegt stöðugildi og getur hæst orðið 2,5 milljónir króna. Styrkfjárhæðir taka mið af rekstrarkostnaði en geta þó ekki orðið hærri en það tekjufall sem varð á tímabilinu sem er undir. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

20. nóvember 2020.

Breytingar á samkomutakmörkunum gilda til 2. desember

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér nokkrar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum sem taka gildi 18. nóvember og gilda til 2. desember. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um  hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. 

  • Hér er hægt að nálgast minnisblað sóttvarnarlæknis á vef Stjórnarráðsins.

13. nóvember 2020.

Frekari efnahagsaðgerðir: tekjufallsstyrkir, viðspyrnustyrkir, hlutabótaleið, lokunarstyrkir

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða tillögur að útvíkkun tekjufallsstyrkja þannig að úrræðið nái til fleiri rekstraraðila og gildi til lengri tíma og nýtt úrræði, viðspyrnustyrki, sem ætlað er að styðja við rekstur fyrirtækja á komandi mánuðum og verði veittir í framhaldi af tekjufallsstyrkjum og fram á næsta ár. Tekjufallsstyrkir eru hugsaðir til að styðja við fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins frá 1. apríl - 31. október. Úrræðinu er ætlað tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónaveirufaraldursins geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Þá er hafinn undirbúningur að framlengingu hlutabótaleiðarinnar sem rennur út um áramót. Einnig er Alþingi með til meðferðar frumvarp um framhald lokunarstyrkja þar sem heimildir til greiðslu lokunarstyrkja miðast ekki eingöngu við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um efnahagsaðgerðirnar á vef Stjórnarráðsins.

30. október 2020.

Hertar aðgerðir til 17. nóvember

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem ná til landsins alls og taka gildi laugardaginn 31. október og gilda til og með 17. nóvember. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslunum. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Sundlaugum er lokað. Krám og skemmtistöðum er lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

  • Hér er hægt að nálgast reglugerð um hertar aðgerðir.
  • Hér er hægt að nálgast minnisblað sóttvarnarlæknis.
30. október 2020.

Breytingar á sóttvarnarráðstöfunum í gildi til 10. nóvember

Breytingar verða gerðar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október og gilda til og með 10. nóvember. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2 metra og skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast minnisblað sóttvarnarlæknis.
  • Hér er hægt að nálgast reglugerð um takmarkanir á samkomum.

16. október 2020.

Tekjufallsstyrkir fyrir einyrkja og litla rekstraraðila

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki fyrir einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Gert er ráð fyrir að Skatturinn sjái um afgreiðslu tekjufallsstyrkja.

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

16. október 2020.

Framhald á lokunarstyrkjum 

Gera á breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila með það fyrir augum að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem gert er að sæta lokun á starfsemi eða stöðva hana frá 18. september 2020. Stærsta breytingin með frumvarpinu varðar fjárhæðir lokunarstyrkja sem sæta nú ekki sömu hámörkum og áður en samanlagt hámark lokunarstyrkja var 3,6 milljónir í vor. Óbreytt er að fjárhæð styrks skal vera jafnhá rekstrarkostnaði á tímabili lokunar. Hún getur þó ekki orðið hærri en 600 þús. kr. á hvern launamann hjá rekstraraðila fyrir hverja samtals 30 daga lokun. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnaráðsins.
9. október 2020.

Takmarkanir hertar 

Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu taka gildi 7. október og standa til og með 19. október. Nú eiga nálægðarmörk að vera 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða ef hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar er óheimil. Þetta á við svo sem um hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrunarstofur og aðra sambærilega starfsemi. Viðskiptavinum verslana verður skylt að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Sund- og baðstöðum verður lokað. Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra. Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum. Á viðburðum svo sem í leikhúsum, kvikmyndahúsum, á tónleikum o.þ.h. mega gestir ekki vera fleiri en 20 að hámarki. Gestir skulu allir bera grímu og sitja í merktum sætum. Þeir veitingastaðir sem mega hafa opið (krár og skemmtistaðir skulu vera lokaðir) mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast reglugerðina um samkomutakmarkanir sem gilda 5.-19. október.
  • Hér er hægt að nálgast viðbætur við reglugerð um samkomutakmarkanir sem taka gildi 7. október.
7. október 2020

Hertar samkomutakmarkanir

Ný reglugerð um hertar samkomutakmarkanir tekur gildi mánudaginn 5. október. Miðað verður við 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum líkt og 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í tilteknum verslunum. Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast reglugerðina.

4. október 2020.

Óbreytt skimun á landamærum til 1. desember

Ríkisstjórnin hefur ákveðið óbreytt fyrirkomulag skimana vegna COVID-19 á landamærum til 1. desember, nema að tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Byggist sú ákvörðun á stöðu faraldursins hér innanlands og erlendis.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

2. október 2020.

Ríkisfjármálum beitt til að verja störf og skapa viðspyrnu

Beita á ríkisfjármálum af fullum þunga til að verja störf og skapa viðspyrnu, en gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 sem lagt er fram á Alþingi í dag, samhliða fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Með fjárlagafrumvarpinu er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var með fyrstu viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum farsóttarinnar: Að verja lífskjör og veita viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið.

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um fjárlagafrumvarpið fyrir 2021 á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast fjármálaáætlun árabilsins 2021-2025.
  • Hér er hægt að nálgast glærukynningu fjármála- og efnahagsráðherra.
1. október 2020.

Samkomutakmarkanir framlengdar til 18. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína frá mánudeginum 28. september þegar aflétt er tímabundinni lokun kráa og skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis verða aðrar samkomutakmarknir framlengdar óbreyttar í þrjár vikur til og með 18. október næstkomandi. Sóttvarnalæknir mælist til að rekstraraðilar skemmtistaða, vínveitingastaða, kráa og spilasala skuli tryggja góð loftgæði og stilla hávaða í hóf þar sem vísað er til þess að hávær tónlist ýti undir að fólk tali hátt sem auki hættu á dropasmiti.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

25. september 2020

Framlengja lokun

Framlengja á tímabundna lokun skemmistaða og kráa til og með sunnudagsins 27. september.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

21. september 2020.

Loka á skemmtistöðum og krám í fjóra daga

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu, tímabundið í fjóra daga frá 18. – 21. september. Þetta er gert til að sporna við útbreiðslu COVID-19. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
18. september 2020.

Reglur um skimanir á landamærum framlengdar til 6. október

Framlengja á án breytinga gildandi reglur um skimanir á landamærum. Framlengingin gildir til 6. október. Um er að ræða tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli. Sóttvarnarlæknir telur að það lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

11. september 2020.

Leiðbeiningar fyrir atvinnulífið frá Embætti landlæknis

Embætti landlæknis hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir atvinnulífið, meðal annars snyrtistofur og hárgreiðslustofur. Einnig eru þar að finna leiðbeiningar um hólfaskiptingu utanhúss og innanhúss, helstu viðbrögð þegar upp kemur smit á vinnustöðum og leiðbeiningar fyrir framlínustarfsmenn í atvinnulífinu.

  • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningarnar á vef Embættis landlæknis.

8. september 2020.

200 manns mega koma saman með 1 metra bili

Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi mánudaginn, 7. september. Einnig fer hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum úr helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%. Þá geta íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi farið fram þrátt fyrir 1 metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Um áhorfendur fer eftir almennum reglum um 1 metra og 200 manns í rými. Opnunartími vínveitingastaða verður áfram takmarkaður við til kl. 23.00.

  • Hér er hægt að nálgast reglugerð heilbrigðisráðherra.
  • Hér er hægt að nálgast minnisblað sóttarnarlæknis.

4. september 2020.

Hlutabótaleiðin framlengd 

Gera á breytingar á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins þar sem réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fer úr 3 mánuðum í 6 mánuði séu ákveðin skilyrði uppfyllt og hlutabótaleiðin verður framlengd um 2 mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um breytingarnar á vef Stjórnarráðsins.

26. ágúst 2020.

Breytingar sem gilda til og með 10. september

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar tekur gildi 28. ágúst og gildir til og með 10. september. Litlar breytingar verða á þeim takmörkunum sem nú gilda en það helsta er að rekstraraðilar eiga að tryggja að hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum sem áður var 2 metra milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Samkvæmt nýju auglýsingunni verða íþróttir almennt leyfðar og fylgja á sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ. Þá verða snertingar heimilar á æfingum í sviðslistum og tónlist á sama hátt og í íþróttum og það sama gildir um kvikmyndatöku. Takmarkanir verða þær sömu á líkamsræktarstöðvum og á sund- og baðstöðvum. Gestir mega þar aldrei vera fleiri en nemur helmingi eða minna af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast auglýsingu heilbrigðisráðherra.

25. ágúst 2020

Allir komufarþegar skimaðir tvisvar og í 4-5 daga sóttkví

Frá og með miðvikudeginum 19. ágúst verða allir komufarþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Reglur um forskráningu farþega verða hertar til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins. Sóttvarnalæknir telur þessa leið áhrifaríkasta frá sóttvarnasjónarmiði.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

14. ágúst 2020.

Nýjar farsóttarreglur frá 14. ágúst

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur skal nota andlitsgrímu.Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns að hámarki. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
  • Hér er hægt að nálgast minnisblað sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra frá 11. ágúst.

13. ágúst 2020

Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum

Á hádegi 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur eða út 13. ágúst. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Meðal hertra aðgerða er takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga og hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. Á landamærum verður tvöföld sýnataka á öllum sem hingað koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur, sýnataka verður við komu og á degi 4-6 ef fyrra sýnið er neikvætt. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
  • Hér er hægt að nálgast minnisblað landlæknis til heilbrigðisráðherra.

30. júlí 2020.

500 manns mega koma saman til 5. júlí

Gildandi takmörkun á samkomum hefur verið breytt úr 200 manns í 500 manns frá og með 15. júní og gildir til 5. júlí. Áfram verða gerðar sömu kröfur og áður um sótthreinsun og þrif almenningsrýma. Tryggja skal í allri starfsemi og viðburðum að ekki séu fleiri en 500 einstaklingar í sama rými.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

15. júní 2020.

Ferðamenn frá og með 15. júní

Frá og með 15. júní gefst ferðamönnum kostur á að fara í skimun við komuna til landsins í stað þess að fara í 14 daga sóttkví, eins og krafa hefur verið um hingað til. Ferðamönnum frá Schengen svæðinu er frjálst að koma til landsins að uppfylltum skilyrðum um skráningu og skimun fyrir COVID-19 veirunni.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

15. júní 2020.

Breytingar á hlutabótaleið/minnkuðu starfshlutfalli

Hlutabótaleiðin hefur verið framlengd til 31. desember 2020. Atvinnurekendur þurfa að staðfesta að ný skilyrði verði uppfyllt til þess að geta haldið áfram að nýta hlutabótaleiðina. Ef atvinnurekandi telur sig ekki uppfylla ný skilyrði þarf fyrirtæki að grípa til ráðstafana strax því ný lög og skilyrði tóku gildi 1. júní. Til að greiðslur berist í tíma vegna júní-mánaðar þarf atvinnurekandi að staðfesta fyrir 30. júní að hann uppfylli hin nýju skilyrði. Einstaklingar í minnkuðu starfshlutfalli skulu áfram staðfesta nýtingu hlutabótaleiðar milli 20. og 25. hvers mánaðar. 

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um framlengingu á hlutabótaleið á vef Vinnumálastofnunar.
1. júní 2020.

Breyting á samkomubanni 25. maí til 21. júní

Breyting hefur verið gerð á samkomubanni frá og með 25. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 21. júní 2020 (kl. 23.59). Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls og nær til viðburða þar sem fleiri en 200 manns koma saman. Áfram verða gerðar sömu kröfur og áður um sótthreinsun og þrif almenningsrýma. Framkvæmd tveggja metra reglurnar er nú nokkuð breytt. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift. Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en að mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Undir rými í þessum skilningi falla m.a.: Verslanir, veitingastaðir, sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar, íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, móttaka stofnana og fyrirtækja.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um breytingar á samkomubanni.
  • Hér er hægt að nálgast auglýsingu á takmörkunum vegna farsóttar.
25. maí 2020.

Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem kveður á um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti hefur verið samþykkt af ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna en frumvarpinu er ætlað að koma til móts við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegri fjárhagslegri röskun á atvinnurekstri vegna COVID-19. Markmið stuðningsins er að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og tryggja réttindi launafólks.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um skilyrði sem atvinnurekandi þarf að uppfylla. 

15. maí 2020. 

Breytingar á ferðatakmörkunum frá 15. júní

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stefna að því að eigi síðar en 15. júní geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfa þeir ekki að fara í 2ja vikna sóttkví. Þá er gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði einnig tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins frá sex ráðuneytum.
  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins frá heilbrigðisráðuneytinu.

11. maí 2020.

Samningar um brúarlán við bankana fjóra

Samningar hafa verið undirritaðir við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól Seðlabanka Íslands að annast framkvæmd á ábyrgðum ríkissjóðs.Lánin eru ætluð fyrirtækjum, einkum smáum og meðalstórum, sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ríkissjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70% af fjárhæð lánanna sem fyrirtæki geta fengið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. að lántaki greiði ekki arð eða kaupi eigin hluti á meðan ríkisábyrgðar nýtur við. Heildarábyrgð ríkissjóðs í þessum efnum getur numið allt að 50 milljörðum króna.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
11. maí 2020.

Breytingar á samkomubanni sem gilda til 1. júní

Breytingar hafa verið gerðar á samkomubanni frá og með 4. maí og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls. Samkomubannið nær til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar.

Meðal starfsemi sem er nú heimil eftir breytingar á samkomubanni: Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, söfn og önnur sambærileg starfsemi. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir hárgreiðslustofur, nuddstofur, augnmælingar og sambærilega starfsemi sem krefst nálægðar viðviðskiptavini.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um breytingar á samkomubanni á COVID-vefnum.
  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

4. maí 2020.

Framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki

Kynntar hafa verið nýjar aðgerðir stjórnvalda þar sem fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir umfangsmiklu tekjutapi verður gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti til að tryggja réttindi launafólks og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. 

Aðgerðirnar eru eftirfarandi: 

  1. Hlutastarfaleið verður framlengd en hefði að óbreyttu fallið úr gildi þann 1. júní nk. 
  2. Settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækjasem miða að því þau geti komist í skjól með einföldum hætti. 
  3. Í því skyni að tryggja réttindi launafólks og forða gjaldþrotum eins og kostur er verður fyrirtækjum gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. 

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um aðgerðirnar á vef Stjórnarráðsins. 
28. apríl 2020.

Stjórnvöld og atvinnulífið sameinast um kynningarátak

Grunnur samnings milli stjórnvalda og atvinnulífsins um kynningarátak undir merkjum Íslenskt - gjörið svo vel er það fordæmalausa ástand sem uppi er í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 og þau áhrif sem faraldurinn hefur haft hér á landi. Átakið er liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda gegn COVID-19 en með átakinu verður unnið gegn efnahagslegum samdrætti vegna heimsfaraldursins með það fyrir augum að lágmarka áhrifin á atvinnulíf, til skemmri og lengri tíma. Stjórnvöld leggja til 100 milljónir króna til verkefnisins sem verður nýtt í fjármögnun á hönnun, framleiðslu og birtingu kynningarefnis.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.
24. apríl 2020.

Breyttar reglur um sóttkví og landamæraeftirlit á innri landamærum

Heilbrigðisráðherra hefur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis breytt gildandi reglum um sóttkví. Með nýjum reglum verður öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu. Samhliða verður tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar koma til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí. Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur á það við um öll lönd. Reglulega verður endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um breytingarnar. 
  • Hér er hægt að nálgast reglur um sóttkví og einangrun.
22. apríl 2020.

Framhaldsaðgerðir stjórnvalda

Framhaldsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru hafa verið kynntar. Þar á meðal er að finna lokunarstyrki til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna, stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, heimild til að jafna tekjuskatt 2019 með tapi 2020, úrræði til að efla fólk í atvinnuleit, átak gegn ofbeldi og efling fjarheilbrigðisþjónustu, sérstakir frístundastyrkir barna til tekjulágra, álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks, sumarúrræði fyrir námsmenn, efling matvælaframleiðslu og frekari sókn til nýsköpunar þar sem fjárfestingar verða auknar, hærra hlutfall endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar og þök hækkuð vegna rannsókna og þróunar. 

  • Hér er hægt að nálgast kynningarglærur stjórnvalda um framhaldsaðgerðirnar, Viðspyrna fyrir Ísland.
  • Hér er hægt að nálgast spurt og svarað um framhaldsaðgerðirnar.
21. apríl 2020.

Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4. maí næstkomandi, unnt verður að opna framhalds- og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum. Frá sama tíma falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Þetta er meðal þess sem leiðir af nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Auglýsingin tekur ekki gildi fyrr en 4. maí. 

  • Hér er hægt að nálgast auglýsingu heilbrigðisráðherra.
  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins um breyttar reglur frá 4. maí.

21. apríl 2020.

Ferðatakmarkanir framlengdar til 15. maí

Ráðherra hefur tilkynnt að ferðatakmarkanir sem tóku gildi 20. mars verði framlengdar til 15. maí nk. Umfang takmarkananna er óbreytt og verður því útlendingum, sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar, áfram óheimilt að koma til landsins nema þeir geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda. Ríkisborgarar Schengen svæðisins og aðstandendur þeirra munu áfram geta komið óhindrað inn á svæðið og er sérstaklega kveðið á um að útlendingar sem hafa dvalar- eða búseturétt innan svæðisins eigi einnig rétt á að koma. Þá eru ákveðnar starfsstéttir undanþegnar takmörkunum, þ. á m. starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og þeir sem sinna farmflutningum.

  • Hér er hægt að að nálgast frekari upplýsingar um tilhögun og framkvæmd takmarkananna á vef Útlendingastofnunar.
  • Hér er hægt að nálgast tilkynningu ráðuneytisins um ferðatakmarkanir.

16. apríl 2020.

Tilslakanir á banni eftir 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19 þar sem gerðar verða tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí. Í þeim felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, unnt verður að opna framhalds- og háskóla á ný með takmörkunun, fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu, s.s. á hárgreiðslu- nudd- og snyrtistofum, tannlæknar geta tekið til starfa og söfn geta opnað á ný fyrir viðskiptavinum sínum. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins. 
14. apríl 2020.

Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga  

Launagreiðendum sem eru í rekstrarörðugleikum sökum COVID-19 er heimilt að fresta þremur gjalddögum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds. Heimildin snýr að gjalddögum á tímabilinu frá 1. apríl til 1. desember 2020. Frestun gjalddaga er til 15. janúar 2021. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úrræðið og leiðbeiningar með umsókn á vef Skattsins.
7. apríl 2020.

Samkomubann framlengt til 4. maí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Undanþágur sem veittar hafa verið frá takmörkunum á samkomubanni munu halda gildi sínu til 4. maí næstkomandi. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

3. apríl 2020.

Leiðbeiningar til þeirra sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum. Þar kemur meðal annars fram gátlisti útsendra starfsmanna vegna COVID-19 og listað er upp hvað þarf að hafa í huga við störf á heimilum annarra eða í fyrirtækjum meðan farsótt geisar.

  • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar Embættis landlæknis. 
3. apríl 2020.

Innheimtureglum Reykjavíkurborgar breytt vegna COVID-19

Borgarráð hefur samþykkt tímabundnar breytingar á innheimtureglum Reykjavíkurborgar vegna aðgerða sem tengdar eru efnahagslegum áhrifum af COVID-19. Breytingin snýr bæði að kröfum fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að óska eftir að lengja eindaga í allt að 90 daga á allt að þremur kröfum í hverjum gjaldaflokki almennra krafna á gildistíma reglnanna. Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins, fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem koma til gjalda í maí til október verður dreift á mánuðina maí til desember. Ógjaldfallin fasteignagjöld koma því til greiðslu á 8 mánuðum í stað 6 mánaða. Leigutakar hjá Reykjavíkurborg geta óskað eftir frestun greiðslu leigu á allt að fjórum gjalddögum, þ.e. þeim leigugreiðslum sem eru á gjalddaga í mars, apríl, maí og júní. Þá eru gerðar breytingar á ákvæði um dráttarvexti á almennum kröfum.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar.
3. apríl 2020.

Skatturinn framkvæmir úrræði stjórnvalda sem snúa að opinberum sköttum og gjöldum

Skatturinn fer með framkvæmd þeirra úrræða sem snúa að opinberum sköttum og gjöldum sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Á vef Skattsins er að finna upplýsingar um framkvæmd þessara úrræða:

2. apríl 2020.

„Allir vinna“ fer í 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts

Breytingar hafa verið gerðar á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 sem fela í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% upp í 100% í anda „Allir vinna“ átaksins sem fór af stað árið 2009. Þessi breyting er einn liður af mörgum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Breytingarnar fela í sér að hægt er að fá endurgreiðslu vegna vinnu á verkstað, hönnunar og eftirlits, heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Hækkun endurgreiðsluhlutfalls er tímabundin frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020. 

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Skattsins.
  • Hér er hægt að nálgast lögin á vef Alþingis, um er að ræða 7. gr. 
1. apríl 2020.

Þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem starfa samkvæmt undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðherra hefur veitt nokkrum fyrirtækjum undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni, að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Breytingar kunna að verða á listanum sem verður þá uppfærður. Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafa fengið undanþágu frá samkomubanni.
1. apríl 2020.

Fella á tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti á gjalddaga í apríl

Í lögum um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 25/2020, var lögfest bráðabirgðaákvæði nr. XXXVII, við lög um virðisaukaskatt. Í ákvæðinu kemur fram að Skattinum sé heimilt, samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra, að fella niður álag tímabundið eða ótímabundið, enda hamli utanaðkomandi eða óviðráðanleg atvik almennt greiðslu virðisaukaskatts á réttum tíma. Ráðuneytið hefur því beint þeim tilmælum til Skattsins að fella tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 6. apríl 2020 og gildi sú niðurfelling í tíu daga eða til 16. apríl 2020. Af niðurfellingunni leiðir að ekki er reiknað álag vegna vanskila á virðisaukaskatti sem er á gjalddaga 6. apríl næstkomandi.

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

1. apríl 2020.

Alþingi samþykkir sérstakt tímabundið fjárfestingarátak

Alþingi samþykkti í gær tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak með áherslu á framkvæmdir á yfirstandandi ári til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru COVID-19. Um er að ræða tæplega 18 ma.kr. fjárheimild sem veitt er til átaksins og skiptist hún á ýmsa verkefnaflokka. Þar með taldar fjárheimildir til nýfjárfestinga og viðhalds í samgöngum og fasteignum hins opinbera ásamt fjárheimildum til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Verkefnin eru stór og smá um land allt og þannig til þess fallin að verja störf á landinu öllu.

  • Hér er hægt að nálgast þingsályktunina um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak og hvernig skipta á fjárheimildinni.

31. mars 2020.

Virðum lög og stöðvum bótasvik

Samtök atvinnulífsins hvetja fólk og fyrirtæki til að fara í einu og öllu að nýsamþykktum lagaákvæðum um hlutaatvinnuleysisbætur. Á vef SA kemur fram að það sé með öllu óheimilt að starfsfólk, sem hefur farið á hlutaatvinnuleysisbætur, vinni umfram hið nýja starfshlutfall án þess að Vinnumálastofnun sé tilkynnt um hækkun starfshlutfalls og launagreiðslna. Stuðli atvinnurekandi að slíkum bótasvikum þá geti það varðað við hegningarlög. Þá hvetja SA atvinnurekendur, stéttarfélög, launafólk og aðra sem búa yfir upplýsingum um bótasvik að tilkynna það til Vinnumálastofnunar

  • Hér er hægt að nálgast tilkynningu Samtaka atvinnulífsins. 

31. mars 2020.

Beiting samkeppnisreglna á tímum COVID

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu vegna COVID-19 þar sem finna má upplýsingar um beitingu samkeppnisreglna og samkeppniseftirlits í efnahagserfiðleikum. Á síðunni er að hægt að nálgast uppfært yfirlit yfir undanþágur SE frá samráðsbanni en eftirlitið hefur þegar veitt nokkrar undanþágur vegna COVID-19, þá er hægt að nálgast uppfærða umfjöllun um áherslur SE, aðgerðir erlendra samkeppnisyfirvalda og fleira. Fyrirtæki sem hyggjast senda SE erindi, s.s. kvartanir eða samrunatilkynningar, sem þarfnast ekki flýtimeðferðar vegna COVID-19, eru beðin um að bíða með sendingu þeirra á meðan faraldurinn gengur yfir.

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingasíðu Samkeppniseftirlitsins vegna COVID-19. 
  • Hér er hægt að nálgast styttri útgáfu á ensku. 

30. mars 2020.

Aðgerðir Reykjavíkurborgar

Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum fyrstu aðgerðir til að bregðast við áfallinu sem COVID-19 faraldurinn hefur í för með sér. Aðgerðir borgarinnar eru 13 talsins. Þær ná til frestunar gjalda og aukins svigrúms fyrir heimili og fyrirtæki og lækkunar fasteignagjalda. Framkvæmdum borgarinnar og fyrirtækja hennar, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Félagsbústaða, verður flýtt, farið verður í uppbyggingu húsnæðis og markaðsátaks í ferðaþjónustu með áherslu á Reykjavík sem áfangastað. Sérstaklega er litið til skapandi greina, nýsköpunar, þekkingargreina, menningar, íþrótta, lista og viðburðahalds. Áhersla verður lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, þá einkum til þeirra hópa sem mögulega fara illa út úr ástandinu, einyrkja og fólks af erlendum uppruna.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um aðgerðir Reykjavíkurborgar.
  • Hér er hægt að nálgast kynningu á aðgerðum Reykjavíkurborgar.

26. mars 2020.

Hlutaatvinnuleysisbætur - halda ráðningarsambandi við starfsfólk

Meginmarkmið laganna um hlutaatvinnuleysisbætur er að hvetja fyrirtæki til áframhaldandi ráðningarsambands við starfsfólk í stað uppsagnar þar til aðstæður skýrast. Heimildin er tímabundin og gildir frá 15. mars til 31. maí en verður framlengd ef samdráttur vegna COVID-19 dregst á langinn. 

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hlutaatvinnuleysisbætur á vef SA.
  • Hér er hægt að nálgast spurningar og svör um hlutastarf og bætur á vef SA.
  • Hér er hægt að nálgast reiknivél Vinnumálastofnunar fyrir minnkað starfshlutfall.
26. mars 2020.

Úrræði fyrir sjálfstætt starfandi 

Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nýtt sér úrræði með því að tilkynna skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri á eyðublað 5.02 á vef Skattsins. Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun ásamt því að senda tilkynning til Skattsins á rsk@rsk.is. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta farið inn á mínar síður atvinnuleitenda og sótt um atvinnuleysisbætur nú þegar. Sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18-70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum að því tilskildu að þeir hafi áunnið sér tryggingarrétt og uppfylli skilyrði sem tilgreind eru á vef Vinnumálastofnunar. Sjálfstætt starfandi einstaklingur er hver sá sem starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í því umfangi að honum sjálfum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum fjármálaráðherra, skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úrræði vegna sjálfstætt starfandi á vef Vinnumálstofnunar.

25. mars 2020. 

Hvað skal gera ef grunur er um sýkingu á vinnustað 

Ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu innan fyrirtækis, þarf að hafa samband við heilbrigðisþjónustuna í síma 1700, heilsugæslu eða í gegnum heilsuvera.is. Stjórnendur bera ábyrgð á að upplýsa starfsmenn um viðbragðsáætlun fyrirtækisins og hvaða reglur gilda um starfsemi þess meðan á varúðarráðstöfunum stendur vegna COVID-19. 

Þegar hætta er talin á smiti þarf hver starfsmaður að: 1. Upplýsa næsta yfirmann ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu hjá viðskiptavini eða starfsmanni. 2. Efla sýkingavarnir með því að huga sérlega vel að handþvotti og forðast handabönd og aðrar smitleiðir. Þá skal huga vel að varúðarráðstöfunum í mötuneytum, t.d. ætti sá eða sú sem skammtar mat að nota einnota hanska við vinnu sína.

Mikilvægt er að fyrirtæki geri áætlun um órofinn rekstur fyrirtækja til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem þessum á sem árangursríkastan hátt.

  • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar ef grunur vaknar um sýkingu á vinnustað. 
25. mars 2020.

Rekstrarráðgjöf Litla Íslands í boði fyrir félagsmenn SI

Vegna þeirra efnahagslegu áskorana sem viðskiptalífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19 býður Litla Ísland upp á tímabundna rekstraráðgjöf til félagsmanna Samtaka iðnaðarins. Rekstrarsérfræðingur Litla Íslands er Ingibjörg Björnsdóttir, lögmaður og viðurkenndur bókari, en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf. 

  • Hér er hægt að panta símatíma eða rekstrarviðtal hjá rekstrarsérfræðingi Litla Íslands. 
  • Hér eru frekari upplýsingar um hvað felst í rekstrarráðgjöf Litla Íslands.
25. mars 2020.

Undanþágur frá samkomubanni

Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað en undanþágur eru aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki sem varðar velferð almennings og þjóðarhag. Um er að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Heilbrigðisráðuneytið hefur eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun ákveðið að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi undanþágu frá 3. og 4. gr. auglýsingarinnar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum

  • Hér er hægt að nálgast bréf til hlutaðeigandi aðila sem hafa hlotið undanþágu.
  • Hér er hægt að nálgast gátlista fyrir ábyrgðaraðilar fyrirtækja/stofnana til að fara eftir við gerð áætlana um órofinn rekstur sinna fyrirtækja/stofnana. Gátlistinn er hugsaður sem verkfæri fyrir ábyrgðaraðila og er ekki endanlegur. 
25. mars 2020.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Í Stjórnartíðindum hefur verið birt auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið takmörkunarinnar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Takmörkun á samkomum tekur gildi 24. mars 2020 kl. 00:01 og gildir til 12. apríl 2020 kl. 23:59. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

  • Hér er hægt að nálgast auglýsinguna eins og hún birtist í Stjórnartíðindum.

24. mars 2020.

Tímabundinn greiðslufrestur á lánum fyrirtækja

Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Samkomulagið gildir til loka júní 2020 og er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja það ef nauðsyn krefur. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum COVID-19 og er ætlað að styðja við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Aðilar samkomulagsins telja mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem við blasa vegna heimsfaraldursins. Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að 6 mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli viðmið samkomulagsins.

Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um greiðslufresti á vef Samtaka fjármálafyrirtækja. 
  • Hér er hægt að nálgast samkomulagið.

Hlutastarf og bætur

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar til að bregðast við mikilli óvissu á íslenskum vinnumarkaði vegna COVID-19 og aðgerða stjórnvalda hér á landi og erlendis sem tengjast sjúkdómnum.

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar og svör við helstu spurningum á vef Vinnumarkaðsvef SA.
  • Hér er reiknivél KPMG sem hentar vel þar sem lækkun starfshlutfalls nær til fjölda starfsmanna.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nýtt sér úrræði laganna enda hafi þeir tilkynnt skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri með útfylltu eyðublaði RSK 5.02. Áður en sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar að gera ráðstafanir gagnvart Skattinum. Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun og tilkynning til Skattsins er send á rsk@rsk.is. Taka skal fram í tölvupóstinum að óskað sé eftir því að Skatturinn sendi staðfestingu á tilkynningu um samdrátt í rekstri til Vinnumálastofnunar. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta farið inn á mínar síður atvinnuleitenda á vef Vinnumálastofnunar og sótt um atvinnuleysisbætur nú þegar. Eingöngu launamenn þurfa að hinkra meðan Vinnumálastofnun útbýr stafræna umsókn fyrir þá.


  • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um minnkað starfshlutfall og laun í sóttkví og hvernig fylla á út eyðublað 5.02 á vef Skattsins.
  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um sjálfstætt starfandi á vef Vinnumálastofnunar.
  • Hér er hægt að nálgast reiknivél Vinnumálastofnunar fyrir minnkað starfshlutfall.

23. mars 2020.

Brúarlán til atvinnulífsins

Fyrirtæki munu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, geta fengið viðbótarrekstrarlán vegna áhrifa af heimsfaraldrinum, svokölluð brúarlán. Ríkissjóður mun leggja fram ábyrgðir fyrir helmingi slíkra rekstrarlána. 

  • Hér er hægt að nálgast skilyrði slíkra lána á vef Stjórnarráðsins. 
23. mars 2020.

Frestun, dreifing, lækkun og niðurfelling skatta og gjalda 

Fyrirtækjum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, verður veitt færi á að fresta, dreifa, lækka eða fella niður eftirfarandi greiðslur:

  1. Launagreiðendur geta óskað eftir greiðslufresti á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds með gjalddaga á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
  2. Heimild veitt fyrir ráðherra til að fella niður eða lækka fyrirframgreiðslu á tekjuskatti hjá fyrirtækjum.
  3. Greiðendur fasteignaskatta geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum óskað eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020.
  4. Gistináttaskattur verður felldur niður tímabundið á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2021 og gjalddaga skatts frá janúar og út mars 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022.
  5. Tollafgreiðslugjald vegna skipa og flugvéla verður fellt niður tímabundið, til ársloka 2021.
  6. Gjalddögum aðflutningsgjalda vegna uppgjörstímabila frá mars 2020 hjá þeim fyrirtækjum sem njóta greiðslufrests verður dreift á tvo gjalddaga með heimild til færslu alls innskatts viðkomandi tímabils.
  7. Áður lögfestri lækkun bankaskatts sem taka átti gildi í skrefum 2021-2023 verður flýtt þannig að hún verði öll komin til framkvæmda árið 2021. Þannig verður svigrúm banka aukið til að styðja við heimilin og atvinnulífið.

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vef Skattsins.
  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um einstaka liði á vef Stjórnarráðsins.
23. mars 2020.

Laun í sóttkví

Alþingi hefur samþykkt lög um greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir. 

  • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar og svör við helstu spurningum á Vinnumarkaðsvef SA.
23. mars 2020.

Fjárfestingarátak stjórnvalda 

Stjórnvöld munu ráðast í viðbótarfjárfestingar á þessu ári umfram það sem áður var áætlað. Um er að ræða fjölþættar framkvæmdir fyrir 20 ma.kr. í samgöngumannvirkjum, fjárfestingum opinberra aðila og öðrum innviðaverkefnum. Til viðbótar eru viðhald fasteigna, stafrænt Ísland og önnur upplýsingatækniverkefni. Einnig eru fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun, menningu og íþróttum. Einnig eru nýbyggingar og meiriháttar endurbótaverkefni. Að lokum er um að ræða verkefni tengdum orkuskiptum og grænum lausnum. 

23. mars 2020.

Aðgerðir hertar - hámark 20 manns saman

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir 2 metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti þriðjudaginn 24. mars. Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt. 

  • Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð er óheimil. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Þetta á einnig við um íþróttastarf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur.
  • Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum skal lokað meðan á þessum takmörkunum stendur.
  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hertari aðgerðir.
  • Hér er hægt að nálgast tillögu sóttvarnarlæknis um nýja útfærslu á samkomubanni.
  • Hér er hægt að nálgast tillögu sóttvarnarlæknis um starfsemi verslana.
22. mars 2020.

Rafrænn upplýsingafundur SA og aðildarfélaga vegna COVID-19 

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög boða til þriggja rafrænna upplýsingafunda  mánudaginn 23. mars kl. 13.00, 14.00 og 15.00 fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Á fundunum mun gefast færi á að taka þátt í umræðum fyrir þá sem það vilja.

  • Hér eru nánari upplýsingar um fundina. 
21. mars 2020.

Reiknilíkan KPMG 

KPMG hefur gert reiknilíkan sem ætlað er atvinnurekendum og einstaklingum til að meta áhrif aðgerða. 

  • Hér er hægt að nálgast reiknilíkan KPMG. 
21. mars 2020.

Spurningar og svör vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar 

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast spurningar og svör sem tengjast efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.

  • Hér er hægt að nálgast spurningar og svör. 
21. mars 2020.

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar 

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19 voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu laugardaginn 21. mars 2020.

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
  • Hér er hægt að nálgast glæru-kynningu ríkisstjórnarinnar.
21. mars 2020.

Viðbrögð fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða 

Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir hafa komið sér saman um viðbrögð gagnvart heimilum og fyrirtækjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða segir að aðilar muni birta opinberlega samræmd viðmið um greiðslufresti á lánum og frekari fyrirgreiðslu til fyrirtækja. Þá er boðað úrræði til að styrkja enn frekar getu lánastofnana til að mæta aðsteðjandi vanda. Auk þess verður komið til móts við heimili sem eiga við greiðsluvanda að stríða.

  • Hér er hægt að nálgast sameiginlega yfirlýsingu.
21. mars 2020. 

Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur beint því til sveitarfélaga að bregðast við ástandinu og hefur kynnt 26 hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf á tímum efnahagskrísu.

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum.
21. mars 2020.

Viðbragðsáætlanir aðildarfyrirtækja SI 

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, efndu til fjarfundar þar sem fjögur ólík fyrirtæki kynntu viðbragðsáætlanir sínar í beinu streymi á Facebook-síðu SI. Fulltrúar frá eftirtöldum aðildarfyrirtækjum SI kynntu viðbragðsáætlun: Rio Tinto, MS, Myllan og Þúsund fjalir. 

  • Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.
16. mars 2020.

Upplýsingar frá Embætti landlæknis 

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Embætti landlæknis ítrekar mikilvægi almennra þrifa og að þau verði bætt eftir þörfum. 

  • Hér er hægt að nálgast upplýsingar sem Embætti landlæknis sendi á fyrirtæki.
5. mars 2020.

Upplýsingavefur fyrir almenning um COVID-19

Almannavarnir hafa sett upp upplýsingavef um COVID-19.

  • Hér er hægt að nálgast vefinn.