Upplýsingasíða SI vegna COVID-19

Á þessari síðu er safnað saman upplýsingum sem gagnast aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins vegna COVID-19.

Covid-19-2-_1584908122507

Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga  

Launagreiðendum sem eru í rekstrarörðugleikum sökum COVID-19 er heimilt að fresta þremur gjalddögum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds. Heimildin snýr að gjalddögum á tímabilinu frá 1. apríl til 1. desember 2020. Frestun gjalddaga er til 15. janúar 2021. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins.

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úrræðið og leiðbeiningar með umsókn á vef Skattsins.
7. apríl 2020.

Samkomubann framlengt til 4. maí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Undanþágur sem veittar hafa verið frá takmörkunum á samkomubanni munu halda gildi sínu til 4. maí næstkomandi. 

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

3. apríl 2020.

Leiðbeiningar til þeirra sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum. Þar kemur meðal annars fram gátlisti útsendra starfsmanna vegna COVID-19 og listað er upp hvað þarf að hafa í huga við störf á heimilum annarra eða í fyrirtækjum meðan farsótt geisar.

 • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar Embættis landlæknis. 
3. apríl 2020.

Innheimtureglum Reykjavíkurborgar breytt vegna COVID-19

Borgarráð hefur samþykkt tímabundnar breytingar á innheimtureglum Reykjavíkurborgar vegna aðgerða sem tengdar eru efnahagslegum áhrifum af COVID-19. Breytingin snýr bæði að kröfum fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að óska eftir að lengja eindaga í allt að 90 daga á allt að þremur kröfum í hverjum gjaldaflokki almennra krafna á gildistíma reglnanna. Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins, fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sem koma til gjalda í maí til október verður dreift á mánuðina maí til desember. Ógjaldfallin fasteignagjöld koma því til greiðslu á 8 mánuðum í stað 6 mánaða. Leigutakar hjá Reykjavíkurborg geta óskað eftir frestun greiðslu leigu á allt að fjórum gjalddögum, þ.e. þeim leigugreiðslum sem eru á gjalddaga í mars, apríl, maí og júní. Þá eru gerðar breytingar á ákvæði um dráttarvexti á almennum kröfum.

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar.
3. apríl 2020.

Skatturinn framkvæmir úrræði stjórnvalda sem snúa að opinberum sköttum og gjöldum

Skatturinn fer með framkvæmd þeirra úrræða sem snúa að opinberum sköttum og gjöldum sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Á vef Skattsins er að finna upplýsingar um framkvæmd þessara úrræða:

2. apríl 2020.

„Allir vinna“ fer í 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts

Breytingar hafa verið gerðar á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 sem fela í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% upp í 100% í anda „Allir vinna“ átaksins sem fór af stað árið 2009. Þessi breyting er einn liður af mörgum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Breytingarnar fela í sér að hægt er að fá endurgreiðslu vegna vinnu á verkstað, hönnunar og eftirlits, heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Hækkun endurgreiðsluhlutfalls er tímabundin frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020. 

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef Skattsins.
 • Hér er hægt að nálgast lögin á vef Alþingis, um er að ræða 7. gr. 
1. apríl 2020.

Þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem starfa samkvæmt undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðherra hefur veitt nokkrum fyrirtækjum undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni, að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Breytingar kunna að verða á listanum sem verður þá uppfærður. Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafa fengið undanþágu frá samkomubanni.
1. apríl 2020.

Fella á tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti á gjalddaga í apríl

Í lögum um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 25/2020, var lögfest bráðabirgðaákvæði nr. XXXVII, við lög um virðisaukaskatt. Í ákvæðinu kemur fram að Skattinum sé heimilt, samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra, að fella niður álag tímabundið eða ótímabundið, enda hamli utanaðkomandi eða óviðráðanleg atvik almennt greiðslu virðisaukaskatts á réttum tíma. Ráðuneytið hefur því beint þeim tilmælum til Skattsins að fella tímabundið niður álag vegna skila á virðisaukaskatti sem á gjalddaga er 6. apríl 2020 og gildi sú niðurfelling í tíu daga eða til 16. apríl 2020. Af niðurfellingunni leiðir að ekki er reiknað álag vegna vanskila á virðisaukaskatti sem er á gjalddaga 6. apríl næstkomandi.

 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðsins.

1. apríl 2020.

Alþingi samþykkir sérstakt tímabundið fjárfestingarátak

Alþingi samþykkti í gær tillögu til þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak með áherslu á framkvæmdir á yfirstandandi ári til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru COVID-19. Um er að ræða tæplega 18 ma.kr. fjárheimild sem veitt er til átaksins og skiptist hún á ýmsa verkefnaflokka. Þar með taldar fjárheimildir til nýfjárfestinga og viðhalds í samgöngum og fasteignum hins opinbera ásamt fjárheimildum til rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Verkefnin eru stór og smá um land allt og þannig til þess fallin að verja störf á landinu öllu.

 • Hér er hægt að nálgast þingsályktunina um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak og hvernig skipta á fjárheimildinni.

31. mars 2020.

Virðum lög og stöðvum bótasvik

Samtök atvinnulífsins hvetja fólk og fyrirtæki til að fara í einu og öllu að nýsamþykktum lagaákvæðum um hlutaatvinnuleysisbætur. Á vef SA kemur fram að það sé með öllu óheimilt að starfsfólk, sem hefur farið á hlutaatvinnuleysisbætur, vinni umfram hið nýja starfshlutfall án þess að Vinnumálastofnun sé tilkynnt um hækkun starfshlutfalls og launagreiðslna. Stuðli atvinnurekandi að slíkum bótasvikum þá geti það varðað við hegningarlög. Þá hvetja SA atvinnurekendur, stéttarfélög, launafólk og aðra sem búa yfir upplýsingum um bótasvik að tilkynna það til Vinnumálastofnunar

 • Hér er hægt að nálgast tilkynningu Samtaka atvinnulífsins. 

31. mars 2020.

Beiting samkeppnisreglna á tímum COVID

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu vegna COVID-19 þar sem finna má upplýsingar um beitingu samkeppnisreglna og samkeppniseftirlits í efnahagserfiðleikum. Á síðunni er að hægt að nálgast uppfært yfirlit yfir undanþágur SE frá samráðsbanni en eftirlitið hefur þegar veitt nokkrar undanþágur vegna COVID-19, þá er hægt að nálgast uppfærða umfjöllun um áherslur SE, aðgerðir erlendra samkeppnisyfirvalda og fleira. Fyrirtæki sem hyggjast senda SE erindi, s.s. kvartanir eða samrunatilkynningar, sem þarfnast ekki flýtimeðferðar vegna COVID-19, eru beðin um að bíða með sendingu þeirra á meðan faraldurinn gengur yfir.

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingasíðu Samkeppniseftirlitsins vegna COVID-19. 
 • Hér er hægt að nálgast styttri útgáfu á ensku. 

30. mars 2020.

Aðgerðir Reykjavíkurborgar

Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum fyrstu aðgerðir til að bregðast við áfallinu sem COVID-19 faraldurinn hefur í för með sér. Aðgerðir borgarinnar eru 13 talsins. Þær ná til frestunar gjalda og aukins svigrúms fyrir heimili og fyrirtæki og lækkunar fasteignagjalda. Framkvæmdum borgarinnar og fyrirtækja hennar, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Félagsbústaða, verður flýtt, farið verður í uppbyggingu húsnæðis og markaðsátaks í ferðaþjónustu með áherslu á Reykjavík sem áfangastað. Sérstaklega er litið til skapandi greina, nýsköpunar, þekkingargreina, menningar, íþrótta, lista og viðburðahalds. Áhersla verður lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, þá einkum til þeirra hópa sem mögulega fara illa út úr ástandinu, einyrkja og fólks af erlendum uppruna.

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um aðgerðir Reykjavíkurborgar.
 • Hér er hægt að nálgast kynningu á aðgerðum Reykjavíkurborgar.

26. mars 2020.

Hlutaatvinnuleysisbætur - halda ráðningarsambandi við starfsfólk

Meginmarkmið laganna um hlutaatvinnuleysisbætur er að hvetja fyrirtæki til áframhaldandi ráðningarsambands við starfsfólk í stað uppsagnar þar til aðstæður skýrast. Heimildin er tímabundin og gildir frá 15. mars til 31. maí en verður framlengd ef samdráttur vegna COVID-19 dregst á langinn. 

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hlutaatvinnuleysisbætur á vef SA.
 • Hér er hægt að nálgast spurningar og svör um hlutastarf og bætur á vef SA.
 • Hér er hægt að nálgast reiknivél Vinnumálastofnunar fyrir minnkað starfshlutfall.
26. mars 2020.

Úrræði fyrir sjálfstætt starfandi 

Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nýtt sér úrræði með því að tilkynna skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri á eyðublað 5.02 á vef Skattsins. Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun ásamt því að senda tilkynning til Skattsins á rsk@rsk.is. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta farið inn á mínar síður atvinnuleitenda og sótt um atvinnuleysisbætur nú þegar. Sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18-70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum að því tilskildu að þeir hafi áunnið sér tryggingarrétt og uppfylli skilyrði sem tilgreind eru á vef Vinnumálastofnunar. Sjálfstætt starfandi einstaklingur er hver sá sem starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í því umfangi að honum sjálfum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum fjármálaráðherra, skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns.

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úrræði vegna sjálfstætt starfandi á vef Vinnumálstofnunar.

25. mars 2020. 

Hvað skal gera ef grunur er um sýkingu á vinnustað 

Ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu innan fyrirtækis, þarf að hafa samband við heilbrigðisþjónustuna í síma 1700, heilsugæslu eða í gegnum heilsuvera.is. Stjórnendur bera ábyrgð á að upplýsa starfsmenn um viðbragðsáætlun fyrirtækisins og hvaða reglur gilda um starfsemi þess meðan á varúðarráðstöfunum stendur vegna COVID-19. 

Þegar hætta er talin á smiti þarf hver starfsmaður að: 1. Upplýsa næsta yfirmann ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu hjá viðskiptavini eða starfsmanni. 2. Efla sýkingavarnir með því að huga sérlega vel að handþvotti og forðast handabönd og aðrar smitleiðir. Þá skal huga vel að varúðarráðstöfunum í mötuneytum, t.d. ætti sá eða sú sem skammtar mat að nota einnota hanska við vinnu sína.

Mikilvægt er að fyrirtæki geri áætlun um órofinn rekstur fyrirtækja til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem þessum á sem árangursríkastan hátt.

 • Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar ef grunur vaknar um sýkingu á vinnustað. 
25. mars 2020.

Rekstrarráðgjöf Litla Íslands í boði fyrir félagsmenn SI

Vegna þeirra efnahagslegu áskorana sem viðskiptalífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19 býður Litla Ísland upp á tímabundna rekstraráðgjöf til félagsmanna Samtaka iðnaðarins. Rekstrarsérfræðingur Litla Íslands er Ingibjörg Björnsdóttir, lögmaður og viðurkenndur bókari, en hún hefur áralanga reynslu af fyrirtækjarekstri og rekstrarráðgjöf. 

 • Hér er hægt að panta símatíma eða rekstrarviðtal hjá rekstrarsérfræðingi Litla Íslands. 
 • Hér eru frekari upplýsingar um hvað felst í rekstrarráðgjöf Litla Íslands.
25. mars 2020.

Undanþágur frá samkomubanni

Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað en undanþágur eru aðeins veittar ef afar brýnir hagsmunir liggja að baki sem varðar velferð almennings og þjóðarhag. Um er að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Heilbrigðisráðuneytið hefur eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun ákveðið að veita fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi undanþágu frá 3. og 4. gr. auglýsingarinnar að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum

 • Hér er hægt að nálgast bréf til hlutaðeigandi aðila sem hafa hlotið undanþágu.
 • Hér er hægt að nálgast gátlista fyrir ábyrgðaraðilar fyrirtækja/stofnana til að fara eftir við gerð áætlana um órofinn rekstur sinna fyrirtækja/stofnana. Gátlistinn er hugsaður sem verkfæri fyrir ábyrgðaraðila og er ekki endanlegur. 
25. mars 2020.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Í Stjórnartíðindum hefur verið birt auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið takmörkunarinnar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Takmörkun á samkomum tekur gildi 24. mars 2020 kl. 00:01 og gildir til 12. apríl 2020 kl. 23:59. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

 • Hér er hægt að nálgast auglýsinguna eins og hún birtist í Stjórnartíðindum.

24. mars 2020.

Tímabundinn greiðslufrestur á lánum fyrirtækja

Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Samkomulagið gildir til loka júní 2020 og er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja það ef nauðsyn krefur. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum COVID-19 og er ætlað að styðja við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Aðilar samkomulagsins telja mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem við blasa vegna heimsfaraldursins. Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum í allt að 6 mánuði hjá aðalviðskiptabanka sínum eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli viðmið samkomulagsins.

Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.

 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um greiðslufresti á vef Samtaka fjármálafyrirtækja. 
 • Hér er hægt að nálgast samkomulagið.

Hlutastarf og bætur

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar til að bregðast við mikilli óvissu á íslenskum vinnumarkaði vegna COVID-19 og aðgerða stjórnvalda hér á landi og erlendis sem tengjast sjúkdómnum.

 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar og svör við helstu spurningum á vef Vinnumarkaðsvef SA.
 • Hér er reiknivél KPMG sem hentar vel þar sem lækkun starfshlutfalls nær til fjölda starfsmanna.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nýtt sér úrræði laganna enda hafi þeir tilkynnt skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri með útfylltu eyðublaði RSK 5.02. Áður en sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar að gera ráðstafanir gagnvart Skattinum. Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun og tilkynning til Skattsins er send á rsk@rsk.is. Taka skal fram í tölvupóstinum að óskað sé eftir því að Skatturinn sendi staðfestingu á tilkynningu um samdrátt í rekstri til Vinnumálastofnunar. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta farið inn á mínar síður atvinnuleitenda á vef Vinnumálastofnunar og sótt um atvinnuleysisbætur nú þegar. Eingöngu launamenn þurfa að hinkra meðan Vinnumálastofnun útbýr stafræna umsókn fyrir þá.


 • Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um minnkað starfshlutfall og laun í sóttkví og hvernig fylla á út eyðublað 5.02 á vef Skattsins.
 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um sjálfstætt starfandi á vef Vinnumálastofnunar.
 • Hér er hægt að nálgast reiknivél Vinnumálastofnunar fyrir minnkað starfshlutfall.

23. mars 2020.

Brúarlán til atvinnulífsins

Fyrirtæki munu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, geta fengið viðbótarrekstrarlán vegna áhrifa af heimsfaraldrinum, svokölluð brúarlán. Ríkissjóður mun leggja fram ábyrgðir fyrir helmingi slíkra rekstrarlána. 

 • Hér er hægt að nálgast skilyrði slíkra lána á vef Stjórnarráðsins. 
23. mars 2020.

Frestun, dreifing, lækkun og niðurfelling skatta og gjalda 

Fyrirtækjum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, verður veitt færi á að fresta, dreifa, lækka eða fella niður eftirfarandi greiðslur:

 1. Launagreiðendur geta óskað eftir greiðslufresti á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds með gjalddaga á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020 að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
 2. Heimild veitt fyrir ráðherra til að fella niður eða lækka fyrirframgreiðslu á tekjuskatti hjá fyrirtækjum.
 3. Greiðendur fasteignaskatta geta að ákveðnum skilyrðum uppfylltum óskað eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020.
 4. Gistináttaskattur verður felldur niður tímabundið á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2021 og gjalddaga skatts frá janúar og út mars 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022.
 5. Tollafgreiðslugjald vegna skipa og flugvéla verður fellt niður tímabundið, til ársloka 2021.
 6. Gjalddögum aðflutningsgjalda vegna uppgjörstímabila frá mars 2020 hjá þeim fyrirtækjum sem njóta greiðslufrests verður dreift á tvo gjalddaga með heimild til færslu alls innskatts viðkomandi tímabils.
 7. Áður lögfestri lækkun bankaskatts sem taka átti gildi í skrefum 2021-2023 verður flýtt þannig að hún verði öll komin til framkvæmda árið 2021. Þannig verður svigrúm banka aukið til að styðja við heimilin og atvinnulífið.

 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vef Skattsins.
 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um einstaka liði á vef Stjórnarráðsins.
23. mars 2020.

Laun í sóttkví

Alþingi hefur samþykkt lög um greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir. 

 • Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar og svör við helstu spurningum á Vinnumarkaðsvef SA.
23. mars 2020.

Fjárfestingarátak stjórnvalda 

Stjórnvöld munu ráðast í viðbótarfjárfestingar á þessu ári umfram það sem áður var áætlað. Um er að ræða fjölþættar framkvæmdir fyrir 20 ma.kr. í samgöngumannvirkjum, fjárfestingum opinberra aðila og öðrum innviðaverkefnum. Til viðbótar eru viðhald fasteigna, stafrænt Ísland og önnur upplýsingatækniverkefni. Einnig eru fjárfestingar í rannsóknum, nýsköpun, menningu og íþróttum. Einnig eru nýbyggingar og meiriháttar endurbótaverkefni. Að lokum er um að ræða verkefni tengdum orkuskiptum og grænum lausnum. 

23. mars 2020.

Aðgerðir hertar - hámark 20 manns saman

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir 2 metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti þriðjudaginn 24. mars. Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt. 

 • Starfsemi og þjónusta sem krefst mikillar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mikilli nálægð er óheimil. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Þetta á einnig við um íþróttastarf þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur.
 • Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum skal lokað meðan á þessum takmörkunum stendur.
 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hertari aðgerðir.
 • Hér er hægt að nálgast tillögu sóttvarnarlæknis um nýja útfærslu á samkomubanni.
 • Hér er hægt að nálgast tillögu sóttvarnarlæknis um starfsemi verslana.
22. mars 2020.

Rafrænn upplýsingafundur SA og aðildarfélaga vegna COVID-19 

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög boða til þriggja rafrænna upplýsingafunda  mánudaginn 23. mars kl. 13.00, 14.00 og 15.00 fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Á fundunum mun gefast færi á að taka þátt í umræðum fyrir þá sem það vilja.

 • Hér eru nánari upplýsingar um fundina. 
21. mars 2020.

Reiknilíkan KPMG 

KPMG hefur gert reiknilíkan sem ætlað er atvinnurekendum og einstaklingum til að meta áhrif aðgerða. 

 • Hér er hægt að nálgast reiknilíkan KPMG. 
21. mars 2020.

Spurningar og svör vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar 

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast spurningar og svör sem tengjast efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.

 • Hér er hægt að nálgast spurningar og svör. 
21. mars 2020.

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar 

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa COVID-19 voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu laugardaginn 21. mars 2020.

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
 • Hér er hægt að nálgast glæru-kynningu ríkisstjórnarinnar.
21. mars 2020.

Viðbrögð fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða 

Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir hafa komið sér saman um viðbrögð gagnvart heimilum og fyrirtækjum. Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða segir að aðilar muni birta opinberlega samræmd viðmið um greiðslufresti á lánum og frekari fyrirgreiðslu til fyrirtækja. Þá er boðað úrræði til að styrkja enn frekar getu lánastofnana til að mæta aðsteðjandi vanda. Auk þess verður komið til móts við heimili sem eiga við greiðsluvanda að stríða.

 • Hér er hægt að nálgast sameiginlega yfirlýsingu.
21. mars 2020. 

Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur beint því til sveitarfélaga að bregðast við ástandinu og hefur kynnt 26 hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf á tímum efnahagskrísu.

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum.
21. mars 2020.

Viðbragðsáætlanir aðildarfyrirtækja SI 

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, efndu til fjarfundar þar sem fjögur ólík fyrirtæki kynntu viðbragðsáætlanir sínar í beinu streymi á Facebook-síðu SI. Fulltrúar frá eftirtöldum aðildarfyrirtækjum SI kynntu viðbragðsáætlun: Rio Tinto, MS, Myllan og Þúsund fjalir. 

 • Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.
16. mars 2020.

Upplýsingar frá Embætti landlæknis 

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Embætti landlæknis ítrekar mikilvægi almennra þrifa og að þau verði bætt eftir þörfum. 

 • Hér er hægt að nálgast upplýsingar sem Embætti landlæknis sendi á fyrirtæki.
5. mars 2020.

Upplýsingavefur fyrir almenning um COVID-19

Almannavarnir hafa sett upp upplýsingavef um COVID-19.

Hér er hægt að nálgast vefinn.