• Aðalfundur2013

Svana Helen endurkjörin formaður

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, Norðuráli en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, Norðuráli en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir.

 

Nánari samantekt á niðurstöðum kosninga

Formannskjör:

Svana Helen Björnsdóttir fékk 174.694 atkvæði eða 96,5% greiddra atkvæða. Svana Helen verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2014.  

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:

Kosningaþátttaka var 80,3%

Alls gáfu sex kost á sér.

Stjórn

Þessi fjögur hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf.

Kolbeinn Kolbeinsson, Ístak hf

Ragnar Guðmundsson, Norðurál ehf.                                                                                         

Fyrir í stjórn Samtakanna eru: 

Bolli Árnason, GT Tækni ehf.

Lárus Jónsson,  Rafþjónustan ehf.                                                  

Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf                            

Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.     

Ráðgjafaráð

Þessir tveir komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.
Þeim er raðað hér í stafrófsröð.

 

Halldór Einarsson, Henson ehf.

Jón Gunnar Jónsson, Actavis ehf.