Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins 2005

Hörður Arnarson, Marel hf., Loftur Árnason, Ístaki hf., Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitári ehf. og Sigurður Bragi Guðmundsson, Plastprenti hf. náðu kjöri til stjórnarsetu Samtaka iðnaðarins. Aðalheiður og Loftur eru ný í stjórninni.

Kosningaþátttaka var 75,27%.


Formannskjör:

Vilmundur Jósefsson fékk 93,62% greiddra atkvæða.

Aðrir fengu 0,75% greiddra atkvæða.

Auð og ógild atkvæði 5,63%.

Vilmundur Jósefsson verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram

að Iðnþingi 2006.                             

 

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:

Alls gáfu ellefu kost á sér.

 

Stjórn

Þessi fjögur hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Hörður Arnarson, Marel hf.                                43.749 atkvæði

Loftur Árnason, Ístak hf.                                   26.267 atkvæði

Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf.                   26.219 atkvæði

Sigurður Bragi Guðmundsson, Plastprent hf. 23.954 atkvæði

 

Fyrir í stjórn Samtakanna eru:

Halla Bogadóttir, Halla Boga gullsmíði

Hreinn Jakobsson, Skýrr hf.

Þorsteinn Víglundsson, BM Vallá hf.

 

Ráðgjafaráð

Þessir sex komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.

Þeim er raðað hér í stafrófsröð.

Elías Pétursson, E.P. vélaleiga ehf.

Guðlaugur Adólfsson, Fagtak ehf.

Guðmundur Tulinius, Slippstöðin ehf.

Helgi Jóhannesson, Norðurmjólk ehf.

Hörður Þórhallsson, Actavis hf.

Sveinbjörn Hjálmarsson, Umslag ehf.