Niðurstaða úr stjórnarkjöri Samtaka iðnaðarins

- 26. febrúar 1999

Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.

Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.

Gildir atkvæðaseðlar til stjórnarkjörs Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi 1999 voru 46.339. Greidd atkvæði reyndust 38.907 og kosningaþátttaka því 83,96%.

Kosning er tvískipt, þ.a.e. annars vegar er formannskjör en hins vegar kjör meðstjórnenda og ráðgjafaráðs.

Í formannskjöri gaf einungis Haraldur Sumarliðason kost á sér. Hlaut hann 36.367 atkvæði eða 93,5% greiddra atkvæða. Haraldur er því rétt kjörinn formaður Samtaka iðnaðarins til Iðnþings að ári.

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs
Alls gáfu 12 menn kost á sér í kosningu til stjórnar og ráðgjafaráðs. Í þeirri kosningu, eins og raunar í formannskjöri einnig, er heimilt að kjósa hvaða kjörgengan félagsmann sem er þótt hann hafi ekki formlega gefið kost á sér.

Þeir fjórir, sem flest atkvæði hlutu, eru kosnir í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára og eru þeir þessir:

  • Helgi Magnússon 25.535 atkvæði
  • Eiður Haraldsson 23.204 atkvæði
  • Geir A. Gunnlaugsson 19.868 atkvæði
  • Örn Jóhannsson 18.375 atkvæði

Fyrir í stjórn eru:

  • Ágúst Einarsson
  • Friðrik Andrésson
  • Vilmundur Jósefsson

Þeir sex, sem næstir koma að atkvæðatölu eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna en þeir eru:

  • Jón Albert Kristinsson
  • Hreinn Jakobsson
  • Ingi Björnsson
  • Lovísa Jónsdóttir
  • Jón Snorri Snorrason
  • Magnús Ólafsson