Gestur Iðnþings Dr. Jan Eklöf

- 26. febrúar 1999

Dr. Jan Eklöf er prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi - SSE (Stockholm School of Economics) og sérfræðingur við tölfræðideild. Hann er einnig rektor og forseti SSE í St. Pétursborg í Rússlandi.

Dr. Jan Eklöf er prófessor við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi - SSE (Stockholm School of Economics) og sérfræðingur við tölfræðideild. Hann er einnig rektor og forseti SSE í St. Pétursborg í Rússlandi.

Dr. Eklöf hefur starfað sem sérfræðingur við sænsku hagstofuna og einnig við alþjóðlegar stofnanir sem sérhæfa sig í samstarfi um háskólamenntun, innviði hagkerfisins og stjórnun. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að gæðastjórnun, hagrannsóknum, ánægju viðskiptavina og opinberri ákvarðanatöku. Dr. Eklöf hefur skrifað 5 bækur og á fjórða tug vísindagreina. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda úttekta og greinargerða um opinbera stefnumótun, hagstjórn og gæðamál.

Dr. Eklöf lauk doktorsgráðu í hagfræði frá Hagfræðiháskólanum í Stokkhólmi - SSE árið 1992 og fjallaði doktorsritgerð hans um gæði hagtalna og mikilvægi þeirra við ákvarðanatöku. Dr. Eklöf er núverandi framkvæmdastjóri "Sænsku ánægjuvogarinnar" (SCSI) og er ábyrgur fyrir tæknilegri samræmingu og þróun "Evrópsku ánægjuvogarinnar" (ECSI).