Aðild að SI

Fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa í framleiðslu- og þjónustuiðnaði eða skyldum greinum geta orðið aðilar að Samtökum iðnaðarins og viðeigandi aðildarfélagi þar sem það á við. Aðild að Samtökum iðnaðarins getur því orðið með tvennum hætti, beinni aðild og aðild gegnum aðildarfélag.

Þeir sem óska eftir aðild verða að senda skrifstofu Samtaka iðnaðarins (SI) eða viðkomandi aðildarfélags skriflega inntökubeiðni. Þar þurfa að koma fram upplýsingar um stjórn, stjórnendur, starfssvið, launagreiðslur og veltu. 

Sendist til:

Samtök iðnaðarins
Borgartúni 35
105 Reykjavík
Sími: 591 0100

Nánar

Einnig má nálgast eyðublöð fyrir inntökubeiðni á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og hjá viðkomandi aðildarfélögum. Samtök iðnaðarins eru aðili að Samtökum atvinnulífsins - SA. Félagsmenn SI verða því einnig félagsmenn SA og greiða þangað félagsgjöld.

Aðild að SI - Ávinningur

Nokkrar góðar ástæður fyrir aðild að Samtökum iðnaðarins

  • Saman stöndum við sterkari. Rödd iðnaðarins heyrist þegar við tölum einum rómi.
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi. Það er hlustað á okkur.
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja.
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum.
  • Við veitum þér upplýsingar og ráðgjöf.
  • Hjá okkur færð þú aðgang að samstarfi við önnur iðnfyrirtæki til að bæta þinn eigin rekstur.
  • Við gætum hagsmuna þinna ef að þér er vegið.

Bein aðild

Fyrirtæki sem ekki falla undir einstök aðildarfélög innan Samtaka iðnaðarins sækja um sem beinir aðilar að samtökunum. Ef meirihluti stjórnar samþykkir inntökubeiðnina tekur aðild þá þegar gildi.

Aðild gegnum aðildarfélög

Fjölmörg aðildarfélög (iðngreina- og meistarafélög) eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og þar með félagsmenn þeirra. Fyrirtæki sem heyra undir einstök aðildarfélög sækja um aðild að viðkomandi félagi og verða með þeim hætti aðilar að Samtökum iðnaðarins í samræmi við lög viðkomandi félags.

Auk félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins greiða þessi fyrirtæki sérstakt félagsgjald til viðkomandi aðildarfélags.

Umsóknin er send til stjórnar viðkomandi aðildarfélags. Ef meirihluti stjórnar þess samþykkir inntökubeiðnina tekur aðild að viðkomandi félagi, SI og SA þá þegar gildi.

Þínar síður

Hús atvinnulífsins hefur opnað þínar síður fyrir aðildarfyrirtæki og þar á meðal fyrir aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins. Á síðunum eru upplýsingar sem tengjast aðild að samtökunum og farvegir fyrir fyrirspurnir og verkbeiðnir. Unnt er að velja áskriftir að útgefnu efni, uppfæra tengiliði og skoða fjárhagslegar upplýsingar.

Notendur skrá sig inn sem einstaklingar með rafrænum skilríkjum og geta í kjölfarið veitt samstarfsmönnum aðgangsheimild. Innskráning á þínar síður er efst á forsíðu vefjar SI.

Guðrún Reynisdóttir, verkefnastjóri, svarar spurningum og tekur við ábendingum á netfanginu minarsidur@sa.is.

Hér er hægt að nálgast þínar síður.