Aðild að SI
Fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa í iðnaði, hugverki, mannvirkjagerð eða skyldum greinum geta orðið aðilar að Samtökum iðnaðarins og viðeigandi aðildarfélagi þar sem það á við. Aðild að Samtökum iðnaðarins getur því orðið með tvennum hætti, beinni aðild og aðild gegnum aðildarfélag.
Hér er hægt að sækja um aðild að Samtökum iðnaðarins með rafrænum skilríkjum.
Aðild að Samtökum iðnaðarins geta verið með tvenns konar hætti:
1. Bein aðild
Fyrirtæki sem ekki falla undir einstök aðildarfélög innan Samtaka iðnaðarins sækja um sem beinir aðilar að samtökunum. Ef meirihluti stjórnar samþykkir inntökubeiðnina tekur aðild þá þegar gildi.
2. Aðild gegnum aðildarfélög
Fjölmörg aðildarfélög (iðngreina- og meistarafélög) eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og þar með eiga félagsmenn þeirra aðild. Fyrirtæki sem heyra undir einstök aðildarfélög sækja um aðild að viðkomandi félagi og verða með þeim hætti aðilar að Samtökum iðnaðarins í samræmi við lög viðkomandi félags.
Auk félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins greiða þessi fyrirtæki sérstakt félagsgjald til viðkomandi aðildarfélags.
- Hér er hægt að nálgast forsendur félagsgjalda SI og SA.
- Hér er hægt að reikna út áætlað félagsgjald SI og SA.
Sterkari saman - Ávinningur aðildar að SI
Hér er hægt að nálgast PDF-útgáfu af kynningarbæklingi:
Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu samtök atvinnurekenda á Íslandi ogmynduð af um 1.400 fyrirtækjum og sjálfstæðum atvinnurekendum sem stunda margvíslega atvinnustarfsemi. Fjöldi og fjölbreytni fyrirtækjanna gefur samtökunum styrk en um leið er það áskorun að standa vörð um ólíka hagsmuni. Samtök iðnaðarins eru hreyfiafl og málsvari iðnaðarins á Íslandi. Í öllu starfi samtakanna er lögð áhersla á það sem er sameiginlegt um leið og tekið er tillit til sértækari mála einstakra aðildarfyrirtækja. Samtök iðnaðarins tala máli sinna félagsmanna og með því að taka þátt í starfi samtakanna er hægt að hafa áhrif.
GILDI SI
FAGMENNSKA - Vönduð vinnubrögð, nýjar upplýsingar og þekking á viðfangsefnum.SAMVINNA - Samstarf starfsmanna og félagsmanna við stjórnvöld, stofnanir, fjölmiðla og önnur samtök.
ÁRÆÐNI - Forsenda árangurs, höfum kjark og þor til að takast á við krefjandi verkefni í þágu íslensks iðnaðar.
ÁHERSLUMÁL SI
Samkeppnishæfni íslensk iðnaðar hvílir á sex stoðum sem ráða mestu um framleiðniþróun og velmegun til framtíðar. Til að bæta samkeppnishæfnina leggja Samtök iðnaðarins áherslu á umbætur í þessum sex stoðum sem eru menntun, nýsköpun, starfsumhverfi, innviðir, orka og umhverfi og ímynd.FRAMTÍÐARSÝN
Samtök iðnaðarins miða alla helstu málefnavinnu við framtíðarsýn fyrir Ísland árið 2050.• Í fremstu röð í samkeppnishæfni þjóða
• Nýtur mikillar velgengni
• Fjárfestar sækjast eftir því að fjárfesta í fyrirtækjum á Íslandi
• Efnahagsleg velmegun íbúa mikil
• Eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar
• Vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti
• Verðmætasköpun drifin áfram af:
- sjálfbærri nýtingu auðlinda
- mikilli nýsköpun
- vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli
- traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins
- skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi
SAMSTARF SEM LEIÐIR TIL FRAMFARA – HVER ER ÁVINNINGUR AF AÐILD?
Ávinningur af aðild að SI er af ýmsum toga en með aðild að samtökunum er meðal annars hægt að:• taka þátt í málefnavinnu samtakanna og umbótastarfi.
• taka þátt í umræðu- og fræðsluvettvangi atvinnurekenda í iðnaði.
• taka þátt í öflugu tengslaneti við helstu hagaðila á Íslandi og erlendis og skapa
náin tengsl við erlend systursamtök.
• auka við þekkingu með aðgangi að fjölmörgum fundum samtakanna
og Iðnþingi SI sem haldið er árlega.
• fá aðgang að útgáfum Samtaka iðnaðarins, skýrslum, rafrænu fréttabréfi,
greiningum og öðrum gagnlegum upplýsingum.
• fá aðgang að sérfræðingum SI í lögfræði, hagfræði, menntamálum,
almannatengslum, umhverfismálum, útboðsmálum og túlkun verksamninga.
• fá aðgang að gæðakerfi SI, vottunum og gæðahandbókum.
• fá aðgang að rekstrarráðgjöf og fræðslu Litla Íslands sem er vettvangur lítilla
fyrirtækja sem vinna saman óháð atvinnugrein.
• fá aðgang að fundarsölum í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
• verða aðili að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildar SI sem skapar traust milli
viðskiptavina og verktaka.
• gerast aðili að átakinu Íslenskt – gjörið svo vel.
ÞINN TENGILIÐUR
Hvert aðildarfyrirtæki SI hefur sinn tengilið sem hefur umsjón með einstökum fyrirtækjum og starfsgreinahópum. Hlutverk tengiliðar er meðal annars eftirfarandi:• Vinna að framgangi áherslumála einstakra starfsgreinahópa.
• Vinna við gerð umsagna um lagafrumvörp.
• Samskipti við opinbera aðila, sveitarfélög og Alþingi.
• Samskipti við opinbera verkkaupa og mótun verklagsreglna.
• Samskipti og hagsmunagæsla vegna opinberra eftirlitsaðila.
• Bréfaskriftir, fundarboð og fundargerðir starfsgreinahópa.
• Uppfærsla á heimasíðum einstakra aðildarfélaga þegar við á.
• Umsjón með samstarfi og tengslum við erlend systurfélög.
ÞÍNAR SÍÐUR
Öll aðildarfyrirtæki SI fá aðgang að eigin síðum í gegnum vef SI þar sem hægt er að nálgast upplýsingar sem tengjast aðild að samtökunum. Þar er jafnframt farvegur fyrir fyrirspurnir og verkbeiðnir. Hér er hægt að nálgast Þínar síður.AÐILD AÐ SA
Með aðild að SI verða fyrirtæki einnig aðilar að Samtökum atvinnulífsins, SA, sem annast samskipti við stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð til þess. Jafnframt leiðbeina SA aðildarfyrirtækjum um framkvæmd kjarasamninga og önnur vinnumarkaðsmál. Aðildarfyrirtæki SA hafa aðgang að:• Þjónustu í vinnumarkaðs- og kjaramálum, m.a. aðstoð varðandi túlkun
kjarasamninga, launagreiðslur, veikindarétt, orlof, vinnutíma og starfsmenntamál.
• Vinnumarkaðsvef SA sem inniheldur gagnlegar upplýsingar um
vinnumarkaðs- og starfsmannamál.