Rétti tíminn til að fara í uppbyggingu innviða
„Við metum það þannig að framtíðarhorfur eru ekki góðar. Að 10 árum liðnum er ekki útlit fyrir að staðan verði betri en hún er í dag. Framtíðarhorfurnar eru verstar þegar kemur að höfnum og innanlandsflugvöllum. Þetta hljóta að vera slæm tíðindi fyrir landsbyggðina. Það eru hagsmunir okkar allra að hér sé blómlegt atvinnulíf og þá um leið blómlegt mannlíf um land allt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, meðal annars um niðurstöður skýrslunnar Ástand innviða á Íslandi í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Innviðir á Íslandi eru metnir að verðmæti 3.500 milljarðar króna og uppsöfnuð viðhaldsþörf er metin tæpir 400 milljarðar króna. Sigurður segir að nú sé rétti tíminn til að fara í framkvæmdir á uppbyggingu innviða og færir fyrir því ýmis rök.
Í inngangi þáttarins segir Kristján að Samtök iðnaðarins séu virk í aðdraganda kosninganna með útgáfu á skýrslunni Ástand innviða á Íslandi, með Tækni- og hugverkaþingi og með útgáfu á málefnum undir yfirskriftinni Kjósum betra líf og hafi þar með skýra sýn á hvernig Ísland eigi að vera. Í þættinum ræða þeir um hver sú sýn er.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn:
Fyrri hluti
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP57879
Seinni hluti