Fréttasafn



  • Raforka

28. jan. 2010

Suðvesturlínur ekki í sameiginlegt mat

SI fagna staðfestingu umhverfisráðuneytis á ákvörðun Skiplagsstofnunar frá 30. október um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína. Ráðuneytinu bárust kærur frá Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Græna netinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.

Suðvesturlínur er verkefni sem styrkja á rafmagnsflutningskerfið frá Hellisheiði og út á Reykjanes. Þær eru einkum hugsaðar fyrir álverið í Helguvík og fyrirhugaðar virkjanir Orkuveitunnar á svæðinu.

Sjá frétt á mbl.is