Fréttasafn  • TechEd

22. jan. 2010

The Best of TechEd & Convergence 2010

Microsoft Íslandi stendur fyrir risaráðstefnunni The Best of TechEd & Convergence 2010 á Hilton Nordica Hótel 26.-27. Janúar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Ráðstefnunni er skipt niður í fjórar meginbrautir sem eru sniðnar að mismunandi þörfum upplýsingatæknifólks og stjórnenda í atvinnulífinu. Tæknileg dýpt fyrirlestra er mismunandi, allt frá almennu yfirliti sem hentar vel stjórnendum sem vilja kynna sér helstu möguleika viðkomandi umfjöllunarefnis upp í mjög sérhæfða fyrirlestra sem ætlaðir eru sérfræðingum á viðkomandi sviði.

Ráðstefnan er alfarið framlag Microsoft Íslandi og samstarfsaðila til íslenska upplýsingatæknigeirans, því aðgangur er ókeypis til að tryggja að allir sem áhuga hafa geti nýtt sér þetta tækifæri óháð fjárhag. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að gestir skrái sig á hvern fyrirlestur fyrir sig.

Fyrirlesarar eru flestir erlendir sérfræðingar með mikla reynslu á því sérsviði sem þeir munu fjalla um. Hér er því frábært tækifæri til að kynnast því nýjasta og áhugaverðasta sem í boði var á TechEd og Convergence fyrr í vetur.

Sjá nánari dagskrá á vefsetri ráðstefnunnar.