Fréttasafn  • Staðlaráð

20. jan. 2010

Hagnýting rafrænna reikninga

Námskeið fyrir stjórnendur í fyrirtækjum 4. febrúar 2010

Þann 4. febrúar verður haldið námskeið á vegum Staðlaráðs Íslands fyrir stjórnendur sem vilja nýta hagræði af rafrænum reikningum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á nýtingu staðlaðra rafrænna reikninga. Hvernig nota má rafræna reikninga til aukins hagræðis, draga úr kostnaði, auka skilvirkni við sendingu og móttöku og úrvinnslu reikninga í bókhaldi.

Fjallað verður um áhrif sem innleiðing rafrænna skjala hefur á vinnuferla fyrirtækis og farið yfir þau verkefni sem þarf að sinna til að ná árangri við innleiðingu rafrænna reikninga.

Námskeiðið miðast við innleiðingu rafrænna reikninga samkvæmt TS 135:2009 Tækniforskrift fyrir einfaldan rafrænan reikning - NES umgjörð 4.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs.