Fréttasafn  • Sóknaráætlun

22. jan. 2010

Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag

Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag

28. janúar kl. 13:00 – 17:00

Radisson SAS Saga hótel

Á ráðstefnunni Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag þann 28. janúar munu grasrótarhópar, hagsmunaaðilar og samtök fjalla um sóknarfæri og áherslur sem aukið geta lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum. Ráðstefnan er á vegum stýrihóps 20/20 Sóknaráætlunar og forsætisráðuneytisins. Vinna við sóknaráætlunina gengur samkvæmt áætlun og í upphafi árs er lögð áhersla á að fá yfirsýn yfir þá stefnumótun sem unnið hefur verið að víðs vegar í samfélaginu frá hruni og hefja umræðu um lykilspurningar og næstu skref. Á ráðstefnunni verður kallað eftir sjónarmiðum fjölbreyttra aðila um framtíðartækifæri og áherslur til sóknar.

Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag verður haldin á Radisson SAS Saga hótel 28. janúar kl. 13:00 - 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á nmi@nmi.is. 

Dagskrá:

Ávarp forsætisráðherra – Jóhanna Sigurðardóttir

Niðurstöður Þjóðfundar – Guðjón Már Guðjónsson frá Hugmyndaráðuneytinu

Samtök atvinnulífsins – Vilhjálmur Egilsson

Alþýðusamband Íslands – Gylfi Arnbjörnsson

  • Opnar umræður: Hvernig endurnýjum við traust í samfélaginu?

Í opnum umræðum mun fjöldi álitsgjafa úr ýmsum áttum gefa viðbrögð við erindum frummælenda.

 

Samtök ferðaþjónustunnar – Erna Hauksdóttir

Samtök iðnaðarins – Jón Steindór Valdimarsson

Bændasamtökin – Haraldur Benediktsson

Landssamband útvegsmanna – Sveinn Hjörtur Hjartarson 

  • Opnar umræður: Hvernig tökumst við á við kreppuna og byggjum upp öflugt atvinnulíf í sátt við samfélag og umhverfi?

 

Vísinda og tækniráð – Guðrún Nordal Vísindanefnd og Þorsteinn Ingi Sigfússon Tækninefnd

Niðurstöður Sprotaþings – Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins

Upplýsingatækni – Þórólfur Árnason

Viðskiptaráð – Finnur Oddsson 

  • Opnar umræður: Hver eru brýnustu verkefnin framundan?

 

Fundarstjórn: Dagur B. Eggertsson