Fréttasafn  • Finnbogi Jónsson

22. jan. 2010

Nýr framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands

Framtakssjóður Íslands var nýlega stofnaður af fjölmörgum lífeyrissjóðum. Lífeyrissjóðirnir leggja sjóðnum til 30 milljarða kr. og mun sjóðurinn gegna veigamiklu hlutverki í endurreisn íslensks efnahagslífs með fjárfestingum í fyrirtækjum.

Stjórn sjóðsins hefur ráðið Finnboga Jónsson sem framkvæmdastjóra. Finnbogi hefur mikla reynslu í íslensku atvinnulífi. Hann lauk prófum í eðlisverkfræði og rekstrarhagfræði frá háskólum í Svíþjóð og frá Háskóla Íslands auk náms í stjórnun og alþjóða viðskiptum í Frakklandi. Finnbogi starfaði í iðnaðarráðuneytinu, var framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, var lengi forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað og var starfandi stjórnarformaður Samherja um árabil. Finnbogi var jafnframt framkvæmdastjóri SR-Mjöls og síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Finnbogi hefur jafnframt setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og gegnt fjölda trúnaðarstarfa í atvinnulífinu.