Fréttasafn



  • Lög

5. jan. 2010

Helstu breytingar á lögum samþykktum á haustþingi sem hafa áhrif á félagsmenn SI

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman punkta um helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi 1. janúar sl. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

  • Virðisaukaskattur í efra þrepi hækkar úr 24,5% í 25,5%.
  • Staðgreiðsla, tekjuskattur og útsvar, verður á árinu 2010 í þrem þrepum:
    • Af fyrstu 2.400.000 (200.000 á mánuði) = 37,22%
    • Af næstu 5.400.000 (450.000 á mánuði) = 40,12
    • Af því sem er umfram 7.800.000 (650.000 á mánuði) = 46,12%
  • Ef annað hjóna/samskattsaðila er með tekjur í efsta þrepi en hitt ekki, er gerð leiðrétting til lækkunar á álagningu. Ekki þarf að sækja um leiðréttingu, hún er gerð þegar skattframtal er afgreitt.
  • Starfi launþegi hjá fleiri en einum launagreiðanda ber launþeganum að upplýsa í hvaða skattþrepi hann á að vera.
  • Persónuafsláttur hækkar í kr. 530.466 eða kr. 44.205 á mánuði.
  • Fari greiðslur launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda fram úr 2 m.kr. og 12% af iðgjaldsstofni skal það sem umfram er reiknast til skattskyldar tekna launamanns.
  • Tryggingagjald hækkar úr 7% í 8,65%.
  • Tekjuskattur hlutafélaga og einkahlutafélaga hækkar úr 15% í 18%.
  • Tekjuskattur sameignar- og samlagsfélaga hækkar úr 23,5% í 32,7%.
  • Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 10% í 18% en frítekjumark er kr. 100.000.
  • Auðlegðarskattur leggst á nettó eigur einstaklinga yfir 90 m.kr. og hjóna og samsköttunaraðila yfir 120 m.kr.  Af eignum yfir ofangreindum mörkum greiðist 1,25% skattur.
  • Aðilum sem ber að reikna sér endurgjald fyrir vinnu skulu greiða tekjuskatt af 50% af greiddum arði skv. lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem er umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé í árslok viðmiðunarársins.
  • Olíugjald hækkar um 1,65 kr./ltr. en auk þess bætist við nýr skattur, kolefnisgjald, sem er 2,9 kr./ltr. Hækkunin er því 4,55 kr./ltr. auk vsk.
  • Lituð olía ber kolefnisgjald og hækkar því um 2,9 kr./ltr. auk vsk.
  • Vörugjald á bensín hækkar um 2,5 kr./ltr. en auk þess bætist einnig við kolefnisgjald, 2,60 kr./ltr.  Hækkunin er því 5,1 kr./ltr. auk vsk.
  • Bifreiðagjald hækkar um 10%.
  • Áfengisgjald hækkar um 10%.
  • Hækkun á ýmsum gjöldum sem snúa að leyfisveitingum, vottorðum,  dómsstólum og stofnun félaga.
  • Skattur á raforku 0,12 kr/kWst.
  • Skattur á heitt vatn 2% af smásöluverði.
  • Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki annars vegar í formi afsláttar á tekjuskatti og /eða endurgreiðslu sem nemur allt að 15% af rannsóknar- og þróunarkostnaði að uppfylltum ákv. skilyrðum og hins vegar skattaafsláttur til handa þeim sem fjárfesta í nýju  hlutafé í framangreindum fyrirtækjum.
  • Heimild til að taka út allt að 2.5 m.kr. af séreignarsparnaði.