Fréttasafn



  • Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors

26. jan. 2010

FKA viðurkenninguna 2010 hlaut Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors

Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor hlaut FKA viðurkenninguna 2010 sem veitt var við hátíðlega athöfn 21. janúar sl. Þetta er í 11. sinn sem Félag kvenna í atvinnurekstri veitir þessa viðurkenningu.

Mentor hefur hlotið fjölmörg verðlaun á liðnum árum og nægir þar að nefna Vaxtarsprotann bæði 2008 og 2009 fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis.

Gæfuspor FKA hlaut Stiki fyrir að hafa skarað fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika tók við viðurkenningunni. Svana er nýkjörinn formaður Samtaka sprotafyrirtækja.

Hvatningarviðurkenningu FKA 2010 hlaut Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical og þakkarviðurkenningu FKA 2010 hlaut Bára Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Jazzballetskóla Báru, JSB.