Jóladagatal vísindanna
Vinna við myndböndin hefur staðið yfir í haust en nemendur í eðlisfræði, umhverfis- og byggingarverkfræði, lífefnafræði og efnafræði, þar á meðal úr Sprengjugenginu, sjá um að kynna tilraunirnar.
Myndböndin birtast á tímabilinu 12. des - 24. des 2012 líkt og jólasveinarnir birtast þau svo eitt af öðru á hverjum degi fram á aðfangadag jóla á vef Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Myndböndin eru ætluð krökkum öllum aldri og markmiðið er að auka áhuga þeirra raunvísindum og verkfræði með það fyrir augum að fjölga nemendum í þeim greinum til framtíðar.
Um kvikmyndatöku og klippingu sá Ármann Gunnarsson, nemandi í hagnýtri menningarmiðlun, ásamt Kristjáni S. Péturssyni. Stjórn upptöku og umsjón var í höndum Inga Rafns Ólafssonar, markaðs- og kynningarstjóra Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Nálgast má dagatalið hér.