Fréttasafn



  • Borgartún 35

14. des. 2012

Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2013

Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila með náminu og leggja fram áætlun um vinnustaðanámið og fyrirsjáanlega framvindu þess.
  • Fjárhæð styrkja ræðst af framlögum á fjárlögum til málaflokksins og eru þeir veittir til 24 vikna að hámarki. Styrkur er greiddur eftir því sem námi vindur fram.
  • Umsóknum er skilað á sérstöku eyðublaði.  Umsókn skal fylgja yfirlit um framvindu vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar.
  • Nánari upplýsingar veitir Ólafur Grétar Kristjánsson í síma 545 9500 eða í tölvupósti á olafur.g.kristjansson@mrn.is
  • Umsóknarfrestur er til  10. janúar 2013.